fimmtudagur, 26. apríl 2007

Sykurpúðinn minn


Það er bara allt að gerast þessa dagana! Ég skrappandi fram á nótt vitandi það að ég verð dregin á fætur fyrir allar aldir af litlum morgunhressum harðstjóra. En svona er þetta, annað hvort geri ég ekkert eða ég get ekki hætt og kvöldið í kvöld er eitt af þessum þar sem ég get bara ekki stoppað í miðjum klíðum!

Þessi síða er unnin eftir skissunni hennar Beggu sem er í nýjustu skissukeppninni á Magnúsi heitinnum. Blessuð sé minning hans. Það er allt morandi í gulli á síðunni sem sést illa þegar maður skannar og er því mun fallegra að sjá síðuna með eigin augum. Ég embossaði rammana utanum myndirnar, jaðarinn á hringnum, dúddlið og smá dúddl á BG límmiðastöfunum. Svo er gull á CB stöfunum sem eru svo trubbl flottir. Þeir eru frá K&Company sem og pappírinn. Allt keypt í FK skrapp. Borðinn er líka með gylltu í og hann kemur næstum úr FK skrapp. Þ.e. hún Ólöf Ösp sendi mér hann í RAK-inu. Blingið er frá EK something og fæst t.d. á CX. Fallegur þessi tópaslitur finnst mér. Ég vildi nota bleikan pappír með þessum myndum því eini liturinn er eiginlega varirnar á Mjúka og jú rauðleitt teppið á stiganum og brún augun og súkkulaðið.

Á myndunum er Sykurpúðinn minn mjúki, svo sætur og klístraður alveg eins og alvöru sykurpúði! ;)

miðvikudagur, 25. apríl 2007

Yndið mitt yngsta


Jæja ég small í smá skrappgír í kvöld og gerði þessa síðu. Ég hafði reyndar hugsað mér að skrappa með nýja og sjúklega flotta pappírnum sem ég fékk í FK skrapp hjá henni Söndru í dag en þessi fallegi K & Company pappír passaði bara svo trubbl vel við þessa mynd af Mikael sætalíusi þannig að það var nú ekki hjá því komist að brúka hann þennan! ;)

Ég var endalaust að vesenast með titil á þessa síðu en svo fannst mér þetta passa svo vel við enda er hann Mikael yndið mitt yngsta. Lagið er líka svo fallegt að ég varð að koma því þarna að en breytti einu orði í því....hehehe enda passaði ekkert að hafa Hlín þarna! Eins og sönnum skrappara sæmir þá notaði ég eina af gullfallegu skissunum hennar Beggu Húna. Begga er án efa með þeim betri í skissuhönnunum og má finna nokkrar æðislegar skissur á blogginu hennar sem ég linka á hér til hliðar. Wellos, gellos nú er kominn tími á fiðrið. Adios!

fimmtudagur, 19. apríl 2007

Skrappað á ný


Yahooooo! Skrappstíflan brast og ég gerði eina ofur litla og fjólubláa síðu fyrr í kvöld. Ég notaði fjólubláu, sjálflímandi perlurnar sem ég fékk í Föndurstofunni í miðjuna á blómin. Ég er ferlega skotin í þessum perlum og mig langar í alla liti. En ég á bara hvítar perlur og svo eitthvað smá eftir af þessum fjólubláu. Síðan er hönnuð svipað og kortin sem voru svo vinsæl síðasta vor. Þessi hringlóttu sem hægt var að snúa efsta laginu og undir var texti. Well það er hægt að snúa lillabláa hringnum og undir honum er smá texti til sætu þotunnar sem fær þetta í albúmið sitt ;)
Þotan sú á líka að finna 10 hjörtu svo nú er bara að leita vel þegar albúmið kemst í þínar hendur! :D
Mér finnst þessi síða reyndar eitthvað smá tómleg þegar ég horfi á hana hér í tölvunni. En vonandi fellur hún þotunni vel í geð. Það er nú fyrir öllu! ;)