miðvikudagur, 21. maí 2008

Páskaeggið


Ákvað að byrja bara að "hnerra" límmiðum á síðu í áskorun þar sem nota á límmiða og 2 myndir. Stafir eru límmiðar sem og ungarnir.

Í journalið skrifa ég: Þú fékkst að velja þér sjálfur páskaegg þetta árið. Fyrst vildir þú ólmur fá stærsta eggið í búðinni en ég sagði þér að þú værir með of lítinn maga fyrir svona stórt páskaegg. Þú varst eldsnöggur að finna lausn á því! Pabbi væri sko með STÓRAN "sixpack" og gæti alveg borðað svona stórt egg!!! Þið feðgar höfðuð stuttu áður verið að ræða mun á bumbu og "sixpack".

(Pabbinn var sko ekki sáttur við að sonurinn sagði hann með bumbu og fór að segja að ístran væri "sixpack"!)


Neðst á síðunni stendur svo: Þú valdir að lokum þetta egg með bláum unga og annað fyrir Mikael og undir sáttur við þitt á páskadag.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Sjö síður á sjö dögum









Ég tók þátt í leik á spjallinu sem gekk út á það að ljúka 7 verkefnum á 7 dögum. Við fengum eitt skrappverkefni á dag og höfðum einn sólarhring til að gera síðu eftir þeim fyrirmælum sem gefin voru.


Hér koma síðurnar 7.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Snjókornasíða


Ég elska snjókorn og á þau í alls kyns stærðum, formum og efnum. Hér nota ég pappírssnjókorn, glær snjókorn, snjókornaborða, bling snjókorn og feltborða snjókorn.
Glæru snjókorning og ísbláa blinghringinn og kristalinn í borðanum fást í FK skrapp.
Hitt er allskonar glimmer og glitdót sem glysgjarna ég pantaði að utan.

sunnudagur, 11. maí 2008

Kjútíbjútí SugarNellie


Ég vígði þessa sætu SykurNetlu í kvöld. Málaði með bleki og vatni og klippti út. Perlurnar og blómið "gleisaði" ég svo með SU Crystal effects. Motturnar eru skornar út og embossaðar í eldgömlu og svo til ónotuðu Sizzix vélinni minni með Nestabillities skurðogemboss formunum.

Blómið er Heidi Swapp (rauða með glimmerinu), hitt er Prima.

Borðinn er frá ScrapGoods dögunum í upphafi skrappáhugans.

Pappírinn er BG, Scarlets letter (er að reyna að eyða öllum þessum afgöngum sem eru hér um allt borð).

Takk fyrir "kíkkið".

2 síður í BOM



Gerði þessar í vikunni. Þetta er í BOM (Book Of Me) albúmið mitt. Önnur síðan um hluti sem ég elska og það sem ég elska að gera. Síðuna gerði ég líka fyrir áskorun frá Lindu. Ég mátti ekki nota neitt tilbúið skraut nema festiskraut (splitti og kósur). Ég klippti því blómin út úr pappírsörk og teiknaði hjartað og klippti.

Pappírinn er Infuse BG

Miðinn er MM


Hin síðan er um það sem ég hræðist og fannst mér viðeigandi að hafa litina pínu dramatíska í anda við verkefnið.

Pappírinn er BG, Scarlets letter

Borðinn er Heidi Swapp sem og "kristallinn" svarti sem hangir í borðanum

Títiprjóninn fékk ég i Tiger fyrir 6 árum síðan

Blómin og snjókornin eru Prima

Glæran er Hambly

og bling og flugubling er bara úr safninu mínu.

Sugarnellies kort



ú mæ, þarf sko að fara að gera fleiri kort með þessum dúlludúskum! Algjörar krúttmínur þessir sykurnellu stimplar. Á mynd af tveimur sem ég gerði um daginn en á sko nokkra stimpla óvígða ennþá! Fékk þessa hjá stúlkunum mínum í Scrap í Hafnarfirði (FK skrapp eins og mér er orðið svo tamt að segja). Þessi 2 gerði ég fyrir búðina og það var víst ein eldri kona að skoða þau um daginn og sagðist geta hugsað sér að borga allt að 2000 krónur fyrir svona sætt kort....(æ mér fannst þetta frekar krúttuð athugasemd hjá henni...ætti kannski að koma nafnspjöldum upp í búð og koma mér upp smá bissnissonðesæd! ;)...hnéhnéhné....)


Okí, stimplar eru áður nefndir Sugarnellies,

pappírinn er nýr frá K & Company,

borði frá AC,

allt þetta og blómin fást hjá FK skrapp.

(og þar er flott tilboð þennan mánuðinn á þessum stimplum, litum og tússlitum....bara alles til að hefja kortastimplagerðina...endilega kíkja á það!) :D



Fleiri Magnoliu kort



Þetta er "gamalt" sem ég var ekki búin að setja inn.

fimmtudagur, 1. maí 2008

Leikur í PS




Okí, ég viðurkenni alveg að ég kann lítið sem ekkert á Photoshop en mér finnst gaman að fikta og prófa eitthvað og sjá hvað gerist með myndirnar.

Þetta er ein mynd af Axel Elí sem mér fannst svo sæt en litirnir alveg hræðilega óskrappvænir sem og allt draslið á bak við hann.

Ég gerði því myndina svarthvíta, skerpti andstæður ljóss og skugga og tók út bakgrunninn.

Ég notaði svo einhvern filter sem gerði það að verkum að það kemur svona eins og ljós yfir andlitið á honum. Myndin varð að lokum svona mjúk og falleg og mjög skrappvæn! :D


Læt svo líka fylgja síðuna sem myndin var notuð á. Síðan er fyrir FK skrappbúðina og er úr mörgu af hrikalega flotta og kúl Heidi Swapp dótinu sem þær voru að fá!

Pappírinn, svarti tjull borðinn, kristallinn svarti í gula borðanum, glæru stafirnir og klukkan, svörtu rubon stafirnir, svarta skraut hornið og hvítu stóru blómin er allt Heidi Swapp dót úr FK.

Miðarnir eru líka Heidi Swapp en ég átti þá hér í bunkanum mínum...sem er meira fjall núna en bunki!

Ætli ég verði ekki komin með ScrapEverest hér í herbergið hjá mér þegar árið verður liðið! ;)