mánudagur, 26. október 2009

fimmtudagur, 11. september 2008

Ný síða, nýtt kitt, nýtt líf! :D


Suss....maður heyrir alveg "hey-greina-hnoðrana" fjúka um svæðið...búið að vera steindautt hér síðan í lok Survivor og já sama dag lok hjónabandsins :S
Þannig að Hildur Ýr...I blame you and that darn game...hehehe nei nei ALLS ekki! ;)
Ég hef nú samt skrappað eitthvað á þessum mánuðum sem liðnir eru en hef ekkert skannað inn af þeim síðum og þær flestar ef ekki allar staðsettar í Scrap.is.
Þessa síðu gerði ég í snarhasti í gær og er þetta úr nýja kittinu hjá Scrap.is. Þessi pappír er alveg ótrúlega fallegur og já allar línurnar algjört möst í safnið! ;)
Kittin tvö eru líka svo gullfalleg og án efa sniðugt að gerast áskrifandi að slíku.
Nýja, single lífið gengur ágætlega...jújú þetta hafa auðvitað verið mjög erfiðir tímar og erfitt að aðlagast þessu nýja lífi. Mín er búin að taka nokkur dramaköst a la Magga dramaqueen en það er allt að baki vona ég.
Ég sé allavega bjarta tíma framundan og er sátt við hið nýja líf sem einstæð mamma. Það er meira að segja bara mjög svo skemmtilegt!

Hugs&kisses,
Fráskilin að Vestan. :P

laugardagur, 12. júlí 2008

Einu sinni var....(lokaskrapp í Sörvævor)




Jæja hér er mitt framlag í "enginn pappír, ekkert lím og engin mynd" áskoruninni.

Ég notaði glært box utan af Fancy Pants felti og setti þennan litla galla þar í . Festi hann niður með brads en stakk samt ekki í gegnum hann því ég tímdi því ekki. Setti líka rubon inn í kassann og blóm sem og armbönd strákanna af spítalanum.
Klukkurnar utan á eru svo með með klukkuvísa sem sýna fæðingartíma þeirra. Setti smá pearlex á þær til að breyta litnum.
Allt er svo fest með brads. :)


P.s. Myndin af þeim bræðrum með verkefnið var tekin í morgun. Þeir voru voða spenntir að skoða þetta og Axel Elí var nú viss um að að Mikael Elí kæmist alveg í þennan galla ennþá! LOL

þriðjudagur, 8. júlí 2008

Síður og fleiri síður











jamm afköstin hafa veri með eindæmum góð þetta árið þökk sé Beggu og Hildi Ýr og þeirra skemmtilegu áskorunum! :)






Slatti af síðum





Jæja nú fer að líða undir lok í SkrappSurvivornum. Ég er komin í úrslit ásamt Ýr sem gerir ofsalega fallegar síður, kort og skissur. Ég átti nú aldrei von á að ná alla leið í úrslitin en er jafnframt voða ánægð með það.


Hérna eru svo síður úr síðustu áskorunum.


mánudagur, 2. júní 2008

ScrapSurvivor 4.umferð






Óboj, þetta var engin smá áskorun á okkur. Við áttum semsagt að hanna skissu fyrir síðu og kort. Skissan fyrir síðuna þurfti að gera ráð fyrir 3 myndum, dúttli og blómum en kortaskissan átti að hafa 3 pappírslög. Síðan áttum við að skrappa síðu og kort eftir þessum skissum okkar og kortið varð að hafa fjólubláan eða appelsínugulan ráðandi lit.

ScrapSurvivor 3. umferð


Hér áttum við að skrappa mynd sem við myndum venjulega ekki skrappa og síðan varð að vera hringlaga og við áttum að styðjast við skissu. Við áttu líka að nota hvíta málningu og 3 eða fleiri tegundir af borðum.