miðvikudagur, 14. mars 2007

Hví Blogg?

Hádí! Hér ætla ég að blogga um skrappið mitt svona eins og sönnum og kúl skrappara sæmir! Hún Þórunn yfirkennari og skrappstýra er einskonar trendsetter í skrappheimum og maður verður að feta í hennar fótspor ef maður ætlar að vera inn og því starta ég svona bloggi....um að gera að næla sér í nokkur kúlstig þar! Þá verð ég komin í hópi snillinga eins og Barböru og Þórunnar. Er það ekki þannig að þar sem 2 eða fleiri koma saman þar er HÓPUR? Hohoho....
Vonandi vita líka allir hver kom fríkí MUNSTURSKÆRUNUM á top 10 lista yfir MÖST have skrappstöff fyrr í vetur!!!??? (sem jafnvel Ba***** megaskvís og skrappfrömuður hefur fest kaup á...eða svo segir víst sagan!). Skrappdót sem enginn vildi kannast við að eiga eða var gleymt á botni skrappkistla fyrir svo stuttu síðan en er nú í heiðurssætum í Lötufötum skrappmeistaranna! Þökk sé Þórunni og já Steinu því hún á flottustu munsturskærin eða átti...þau eru kannski uppseld núna enda kúl með meiru!
Ójá nú er ég sko orðin ofursvöl Þotuskvís!

3 ummæli:

Þórunn sagði...

ó þúertskokúlnúna!!!!!! og hver átti fyrstu lötufötuna á landinu? LOLOLOLOL


Til hamingju með þetta flotta blogg!

MagZ Mjuka sagði...

Ekki segja mér að það hafir verið þú? En það er nú bara fullkomið ef svo hefur verið! Þórunn the trendsetter! :D

Barbara Hafey. sagði...

Þórunn átti sko lötufötuna!
Mætti galvösk með hana Í Skálholt :)
En ég KEYPTI mér ekki munsturskæri! og HANANÚ.. ég fékk þau í RAKI!
Allavega hef ég aldrei borgað fyrir nein munsturskæri ;) hohoo.. klippi bara allt í höndunum ;) hohooo!!
En til hammara með bloggið!
Hlakka til að fara bloggrúntinn :)
Þar sem þið eruð orðnar 2 á tenglalistanum mínum :D