fimmtudagur, 19. apríl 2007

Skrappað á ný


Yahooooo! Skrappstíflan brast og ég gerði eina ofur litla og fjólubláa síðu fyrr í kvöld. Ég notaði fjólubláu, sjálflímandi perlurnar sem ég fékk í Föndurstofunni í miðjuna á blómin. Ég er ferlega skotin í þessum perlum og mig langar í alla liti. En ég á bara hvítar perlur og svo eitthvað smá eftir af þessum fjólubláu. Síðan er hönnuð svipað og kortin sem voru svo vinsæl síðasta vor. Þessi hringlóttu sem hægt var að snúa efsta laginu og undir var texti. Well það er hægt að snúa lillabláa hringnum og undir honum er smá texti til sætu þotunnar sem fær þetta í albúmið sitt ;)
Þotan sú á líka að finna 10 hjörtu svo nú er bara að leita vel þegar albúmið kemst í þínar hendur! :D
Mér finnst þessi síða reyndar eitthvað smá tómleg þegar ég horfi á hana hér í tölvunni. En vonandi fellur hún þotunni vel í geð. Það er nú fyrir öllu! ;)

7 ummæli:

Svana Valería sagði...

oh my magga ,hún er ferlega þórunn hehe (flott)og fjólublá ,mér finnst hún alls ekki tómleg ,blómin eru geggjuð og flottar þessar perlur ,á ég ekki sollis hummm

Nafnlaus sagði...

Vá.. Finnst þessi síða algjört æði. Blómin og perlurnar rosalega flott. Síðan er alls ekki tómleg.

Svana Valería sagði...

hey gleymdi að segja gleðilegt sumar dúlla

Barbara Hafey. sagði...

Þessi er ýkt kúl :D
Ég þekki eina þotu sem er ý k t fjólublá ;) hohohoo!! kannski þetta sé í hennar albúm... hummm... :D En mér finnst þetta kúl hugmynd! þúrt svo klár Magga!! :D

hannakj sagði...

Ferlega flott síða!! blómin og perlur eru geggjuð!!! gleðilegt sumar!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi rosa flott og æðislegar perlurnar, ég á einmitt svona og notaði í nýjustu síðuna mína :)

Unknown sagði...

mér finnst þessi geggjuð :)

kemur ekkert smá flott út.