fimmtudagur, 26. apríl 2007

Sykurpúðinn minn


Það er bara allt að gerast þessa dagana! Ég skrappandi fram á nótt vitandi það að ég verð dregin á fætur fyrir allar aldir af litlum morgunhressum harðstjóra. En svona er þetta, annað hvort geri ég ekkert eða ég get ekki hætt og kvöldið í kvöld er eitt af þessum þar sem ég get bara ekki stoppað í miðjum klíðum!

Þessi síða er unnin eftir skissunni hennar Beggu sem er í nýjustu skissukeppninni á Magnúsi heitinnum. Blessuð sé minning hans. Það er allt morandi í gulli á síðunni sem sést illa þegar maður skannar og er því mun fallegra að sjá síðuna með eigin augum. Ég embossaði rammana utanum myndirnar, jaðarinn á hringnum, dúddlið og smá dúddl á BG límmiðastöfunum. Svo er gull á CB stöfunum sem eru svo trubbl flottir. Þeir eru frá K&Company sem og pappírinn. Allt keypt í FK skrapp. Borðinn er líka með gylltu í og hann kemur næstum úr FK skrapp. Þ.e. hún Ólöf Ösp sendi mér hann í RAK-inu. Blingið er frá EK something og fæst t.d. á CX. Fallegur þessi tópaslitur finnst mér. Ég vildi nota bleikan pappír með þessum myndum því eini liturinn er eiginlega varirnar á Mjúka og jú rauðleitt teppið á stiganum og brún augun og súkkulaðið.

Á myndunum er Sykurpúðinn minn mjúki, svo sætur og klístraður alveg eins og alvöru sykurpúði! ;)

15 ummæli:

Svana Valería sagði...

wow þessi er algjör moli !!!flott gullið og blúndan jabadabadú

Barbara Hafey. sagði...

Æði pæði :D

Thelma sagði...

þessi er mjög flott hjá þér og flott að embossa kantana :-)

Una sagði...

úúú glæsileg.. þessa langar mig að sjá læf við tækifæri. greinilega fullt af flottu sem þarfnast nánari athugunar

Sonja sagði...

ógó flott síða og sætar myndir :)

Sandra sagði...

Æðisleg! Svo flott allt dúlleríið sem þú gerðir á hana. Æðislegt embossaða dútlið, stafirnir auðvirað geggjaðir og rosalega flott blómið með járninu :D

kv. Sandra

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta er geggjuð síða... truflað flott að embossa kantana á myndinni og dútlið

Nafnlaus sagði...

Geðsjúk síða :) Það er ekki heægt að segja annað...

Unknown sagði...

ein af þeim flottustu sem ég hef séð :) litirnir eru geggjaðarir og allt dúllum deigið í henni.

Unknown sagði...

Yndisleg síða, flottur pp og myndirnar svo sætar af honum.

Heiðrún sagði...

sweet like you... :) geggjuð síða og já flott LO...
pp er BARA flottur og sneddí að setja emboss á það líka.... snillin þú ;)

hannakj sagði...

meiriháttar flott síða!! geggjað að embossa dúddlið. Svo gaman að sjá þig að skrappa meira í þessa daga.

Þórunn sagði...

æðisleg síða hjá þér!!!

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða og enn flottari við nánari skoðun eftir að hafa lesið um allt það sem ekki sést:O)

Barbara Hafey. sagði...

Halló halló... kominn 1. maí nýja færslu takk :D