Ég skellti í þessa síðu á mánudaginn. Ég komst bara ekkert í að setja hana inn á bloggið og í keppnina hennar Þórunnar fyrr en núna. Ælupestin mætti nefnilega í heimsókn og herjaði á hann Mikael litla. Bróður hans fannst þetta frekar furðulegt þegar hann sá litla bróður sinn æla á gólfið og tók sér stöðu við hlið hans og fór að hrækja á gólfið. Ég átti nú ansi bágt með mig þarna....:D
En að skrappinu, þá er þetta síða í áskorun á skissublogginu hennar Þórunnar. Ég notaðist því við eina af hennar flottu skissum og notaði svo Autumn Leaves pappírsafganga og eitt heilt blað með þessum fallega útskorna kanti. Blómin eru svo prima hitt og þetta og svo eru steinarnir frá Lindu komnir...og b.t.w. Gógó ef þú lest þetta þá mundi ég allt í einu að ég hafði lofað þér svona steinum. Þú átt þá semsagt inni hjá mér og mátt sækja þá þegar og ef þú vilt. Annars renni ég kannski með þá einn daginn ef ég man! ;)
9 ummæli:
Æðisleg síða hjá þér og boxið er líka geggjað!!!
vá þetta er svaka flott síða!
En hey... áttu ekki örugglega ferðatöskuR???? :D
Prima hitt og þetta HVAÐ? Hehe, mér finnast þau geggjuð, sem og síðan auðvitað ;)
Ég segi nú bara sömuleiðis, ef ég vinn ekki SG kittið, þá vil ég að þú fáir það! :)
GREAT colours! and I love all the flowers. beautiful!
æðisleg síða alveg hreint, svo sumarlegir litir líka, fíla þá saman :)
Svaka flott síða hjá þér, fallegir litir og blómin æði :)
Geggjuð síða hjá þér :)
Ég nálgast svo steina hjá þér þegar ég dett í skrappgír sem virðist hafað yfirgefið mig :/
This is beautiful, like all the flowers, and the colours of the paper.
(I am not so good at english, but I try)
vá trufl flott síða!!! geggjaðir litir og allt!!!
Skrifa ummæli