Ok, ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að gera 2 í síðustu viku en þessa gerði ég á þriðjudaginn svo að ég er ekkert allt of mikið á eftir áætlun! Ætla svo að skella í 2 í viðbóð í þessari viku. Kannski ég fari bara í það núna á eftir. ;)
En þessi síða er líka í skrappliftileik á SB.com og sú sem gerði frumgerðina heitir Sgoetter og hennar síðu má sjá hér.
Mín síða er gerð úr Bazzill, pappír frá Creative Imaginations Marquis collection eftir Marah Johnson sem ég fékk hjá Fríðu í Skröppu og mér finnst hann trubbl!!!
Blómin eru prima nærfatasettin og eitthvað stórt blóm, tölur frá FP og fleirum og gaman að segja frá því að þessar litlu tölur voru keyptar í minni allra fyrstu skrappkaupferð fyrir rétt rúmum 2 árum. Jamm, þá keypti ég þessar tölur, munsturskæri, lím og nokkrar pappírsarkir og eitthvað kisuskraut! :D Ekki grunaði mann þá að maður myndi enda með allt þetta magn af skrappdóti í kringum sig!!! Huhumm! ;)
Fiðrildið stóra og þessi litlu sem varla sjást eru líka keypt hjá Fríðu...jamms, ég gramsaði vel í öllum körfunum inni í herberginu hjá henni og fann þessar líka gersemar....eeelska þessi fiðrildi!
12 ummæli:
Sgoetter er ein af mínum uppáhalds-skröppurum :D
þetta er virkilega flott síða hjá þér.
Ekki gæti ég talið upp svona gamalt :D en mig dauðlangar til Friðu að versla :D
jæja reyni þetta í 3 sinn. Þetta er æðisleg síða og pp er geggjaður verð að fá mér hann
Vá, hvað þetta er falleg síða og myndin bara gordjöss.
ekkert smá falleg síða :)
alveg yndisleg síða hjá þér ,flott að hafa sona skrapp markmið
Trubbl!
Æðislega flott :) litirnir í pappírnum eru æði og blómin koma sjúklega vel út :)
HEAVY FLOTTAR BÁÐAR :D
...og nei ég gleymdi ekki caps lock á... ég er bara svo æst að koma því á framfæri hvað mér finnst þær sjúklegasvakalegaofboðslega flottar ;)
vá geggjað!! svo gaman að sjá þig að nota mikið af tölum. Enda er ég tölusjúk!
Alveg geggjuð :D elska öll blómin
Þessi síða er æðisleg. Litirnir svooo flottir og fiðrildin ekkert smá krúttuleg.
Geðveikar :) ert svo flottur hönnuður :)
Skrifa ummæli