mánudagur, 14. janúar 2008

Kort og aftur kort

Ég er barasta alveg dottin í kortagírinn og gerði 2 í dag. Annað er gert eftir skissu í leik á http://www.scrapbook.is/. Það var "smá" dúllerí við þessi kort. Blómið er t.d. stimplað 3svar með 3 mismunandi blekpúðum á ljósmyndapappír sem ég var búin að bleka eftir kúnstarinnar reglum með nokkrum tónum af gulum, appelsínugulum og brúnum blekpúðum og misgrófum svömpum.
Þar á eftir setti ég glært versamark blek yfir alla myndina og embossaði með UTEE nokkrum sinnum. Þegar ég hafði náð jöfnu "gleri" yfir allt var þessu skellt í frystinn í smá tíma og tekið út og brotið hér og þar til að fá sprungurnar. Síðan voru sprungurnar litaðar með brúnu bleki.





Hitt kortið er Magnolia stimpill eða úpps er þetta kannski Hängill? Allavega var myndin lituð með Prisma litum. Bakgrunnspappírinn embossaður með cuttlebug folder í Sizzix vélinni minni (virkar bara súpervel saman!). Cricuttinn skar svo út litlu snjókornin bláu sem og bláa hringinn.

"Loðnan" á úlpunni og húfunni er eitthvað loðefni sem ég fann í Föndurstofunni og svipar til Fun Flock´s sem mig langaði svo í. ;)

6 ummæli:

Svana Valería sagði...

vá þessi er æðisleg bæði !!!!

Hildur Ýr sagði...

geggjað :) Sérstaklega þetta efra...

Nafnlaus sagði...

vá segi ég bara alveg geggjuð hjá þér :O)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þau æði, sérstaklega efra kortið og engin smá vinna í því!!

GuðrúnE

hannakj sagði...

vá vá trufl trufl flottar!!! þú ert algjör snillingur!!!!

Nafnlaus sagði...

Vá Kortin eru trufl flott hjá þér.