sunnudagur, 23. mars 2008

Skrapp á páskadag


Var að skrappa gamla mynd af Mikael í dag. Er búin að vera með hana í fórum mínum í heilt ár og loksins kom ég henni á blað. Mikael er voða dúbíus á þessari mynd með aðra augabrúnina upp og puttana saman...eins og einhver gaurinn í einni Bond myndinni....enda er titillinn úr Bond mynd. :D


Pappírinn er einn af þessum nýju FP pappírum í Scrap í Fjarðarkaupum.
Stjörnurnar eru klipptar út úr einni örkinni.
Stimplaða dúttlið er Inque Boutique stimpill og fæst hann og blekið líka í Scrap.
Kisan er stimpill úr mínu safni og blómin eru Prima.
Bradsið stóra er AC og rub on stafirnir eru líka frá American Crafts og líka til í Scrap.
Svo er eitt Heidi Swapp glært blóm sem sést ekki á myndinni.


Takk fyrir kíkk og kvitt! :D

3 ummæli:

Svana Valería sagði...

wow!! þessi er mega flott ,og myndin frábærlega fyndin

Hildur Ýr sagði...

Fyndin mynd :) Og alveg truflað flott síða :)

Nafnlaus sagði...

Meiriháttar flott alveg, strákurinn frábær hehe :)