fimmtudagur, 1. maí 2008

Leikur í PS




Okí, ég viðurkenni alveg að ég kann lítið sem ekkert á Photoshop en mér finnst gaman að fikta og prófa eitthvað og sjá hvað gerist með myndirnar.

Þetta er ein mynd af Axel Elí sem mér fannst svo sæt en litirnir alveg hræðilega óskrappvænir sem og allt draslið á bak við hann.

Ég gerði því myndina svarthvíta, skerpti andstæður ljóss og skugga og tók út bakgrunninn.

Ég notaði svo einhvern filter sem gerði það að verkum að það kemur svona eins og ljós yfir andlitið á honum. Myndin varð að lokum svona mjúk og falleg og mjög skrappvæn! :D


Læt svo líka fylgja síðuna sem myndin var notuð á. Síðan er fyrir FK skrappbúðina og er úr mörgu af hrikalega flotta og kúl Heidi Swapp dótinu sem þær voru að fá!

Pappírinn, svarti tjull borðinn, kristallinn svarti í gula borðanum, glæru stafirnir og klukkan, svörtu rubon stafirnir, svarta skraut hornið og hvítu stóru blómin er allt Heidi Swapp dót úr FK.

Miðarnir eru líka Heidi Swapp en ég átti þá hér í bunkanum mínum...sem er meira fjall núna en bunki!

Ætli ég verði ekki komin með ScrapEverest hér í herbergið hjá mér þegar árið verður liðið! ;)


5 ummæli:

Gugga sagði...

Æðisleg síða og flott myndin...verð að fara að ná mér í PS!!

Barbara Hafey. sagði...

Frábært :D

Heiðrún sagði...

OMG bara flott sko....nú er bara taka mig í læri ;)

Svana Valería sagði...

massa flott hjá þér

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða og flott lausn hjá þér til að losna við draslið. Leiðinlegt að hafa mikið drasl á myndum

Guðrúne