




Óboj, þetta var engin smá áskorun á okkur. Við áttum semsagt að hanna skissu fyrir síðu og kort. Skissan fyrir síðuna þurfti að gera ráð fyrir 3 myndum, dúttli og blómum en kortaskissan átti að hafa 3 pappírslög. Síðan áttum við að skrappa síðu og kort eftir þessum skissum okkar og kortið varð að hafa fjólubláan eða appelsínugulan ráðandi lit.