mánudagur, 22. október 2007

2 kort

Úff púff, er eftir á þessa vikuna með síður enda ekkert komist í að skrappa þessa helgina...fyrir utan þessi 2 kort sem ég gerði í gærkvöldi. Annars er ég búin að gera slatta af kortum undanfarið en ekki nennt að skanna þau eða taka af þeim mynd.
En ég nennti nú samt að skanna þessi þó þau séu nú ekkert merkileg þannig séð. Bara ofureinföld afmæliskort. :)
Bláa kortið er úr Bazzill, CI munstruðum pappír, Prima blómi og bling steinn. Stimplarnir eru Panduro held ég en ég keypti þá í Odda. Litaði myndina með kalk-trélit og notaði svo vatnsblender. Stimplaði með gylltu bleki og SU stimpli á kartonið undir öllu en það rétt glittir í það.

Brúna kortið er úr Bazzill, CI munstruðum pappír, Prima blómum og bling steinum.
Stimpillinn er frá SU en hinn er keyptur hjá Fríðu. Svo notaði ég dúddl stimpla á kartonið undir öllu og bronslitað blek.

fimmtudagur, 18. október 2007

Meira úr síðustu viku


Ok, ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að gera 2 í síðustu viku en þessa gerði ég á þriðjudaginn svo að ég er ekkert allt of mikið á eftir áætlun! Ætla svo að skella í 2 í viðbóð í þessari viku. Kannski ég fari bara í það núna á eftir. ;)

En þessi síða er líka í skrappliftileik á SB.com og sú sem gerði frumgerðina heitir Sgoetter og hennar síðu má sjá hér.

Mín síða er gerð úr Bazzill, pappír frá Creative Imaginations Marquis collection eftir Marah Johnson sem ég fékk hjá Fríðu í Skröppu og mér finnst hann trubbl!!!

Blómin eru prima nærfatasettin og eitthvað stórt blóm, tölur frá FP og fleirum og gaman að segja frá því að þessar litlu tölur voru keyptar í minni allra fyrstu skrappkaupferð fyrir rétt rúmum 2 árum. Jamm, þá keypti ég þessar tölur, munsturskæri, lím og nokkrar pappírsarkir og eitthvað kisuskraut! :D Ekki grunaði mann þá að maður myndi enda með allt þetta magn af skrappdóti í kringum sig!!! Huhumm! ;)

Fiðrildið stóra og þessi litlu sem varla sjást eru líka keypt hjá Fríðu...jamms, ég gramsaði vel í öllum körfunum inni í herberginu hjá henni og fann þessar líka gersemar....eeelska þessi fiðrildi!

Skrapp síðustu viku


Maður er að reyna að standa sig í áskorun Beggu og skrappa 2 síður á viku fram að jólum. Þessi hér er síðan á sunnudaginn og tilheyrir í raun síðustu viku.

Þetta er K & Company pappír, blingsteinar, Prima Whispers blóm, Heidi Swapp blóm og grænt blek á blómi og titladótinu.

fimmtudagur, 4. október 2007

Ég á ammmælídag! :)


Ein síða í tilefni þess að ég á afmæli. Skellti í þessa í gær og í morgun. Hún er totally sl. Kem með meira um það síðar! :)

miðvikudagur, 3. október 2007

Ammælis skvís

Jæja maður eldist víst með ári hverju og í tilefni 25 ára (hohoho) afmælis míns á morgun þá hefur ein Expression Krybba verið pöntuð ásamt 5 hylkjum og meðlæti...híhíhí hvað ég hlakka til að leika mér með þetta dót! Vonandi að þetta komi sem fyrst og að tollurinn sitji svo ekki á þessu eins og ormur á gulli og sendi ekki út neinar tilkynningar eða neitt. Jamm sumir með strax veikina hafa víst átt eitt stk. Krybbu í tollinum síðan 13.sept. og ekki enn fengið tilkynningu! Sú komst af þessu af rælni með að forvitnast smá og hringja í liðið! Urradann, svona vinnubrögð eru sko straxveikum skrappkonum EKKI að skapi!
En ég skrappaði nokkur kort í gær þannig að ég er að verða skuldlaus í kortaklúbbnum og get farið að öðlast innri frið og hætt að fá martraðir með Svönu brjálaða að skamma mig....:D
Nei, nei...ég er bara að djóka Svana mín...en ég er samt búin að sefa samviskuna! :D
Skelli kannski myndum af kortunum síðar þ.e. ef ég nenni að skanna þau.