sunnudagur, 11. nóvember 2007

Jólakort

Váts, long time no blogg og ekkert skrapp og kolfallin á áskoruninni hennar Beggu! :/


En ég hef nú eitthvað verið að kortast og ætla að setja hér nokkur kort sem ég gerði á hittingum í Grensáskirkju fyrir nokkrum vikum!


Ekkert sérstakt um þetta að segja annað en að ég var ekki búin að kynnast Prismalitunum þarna. Hehehe já maður smitast af öllu held ég! ;)
Verð semsagt að kíkja betur á þessa liti þar sem ég er búin að fjárfesta í eitrinu og prikunum! ;)
Kannski maður fái sér þá bara ALLA 132....(hnuss Barbs, hvað á það að þýða að fá sér "bara" 120??? )














mánudagur, 22. október 2007

2 kort

Úff púff, er eftir á þessa vikuna með síður enda ekkert komist í að skrappa þessa helgina...fyrir utan þessi 2 kort sem ég gerði í gærkvöldi. Annars er ég búin að gera slatta af kortum undanfarið en ekki nennt að skanna þau eða taka af þeim mynd.
En ég nennti nú samt að skanna þessi þó þau séu nú ekkert merkileg þannig séð. Bara ofureinföld afmæliskort. :)
Bláa kortið er úr Bazzill, CI munstruðum pappír, Prima blómi og bling steinn. Stimplarnir eru Panduro held ég en ég keypti þá í Odda. Litaði myndina með kalk-trélit og notaði svo vatnsblender. Stimplaði með gylltu bleki og SU stimpli á kartonið undir öllu en það rétt glittir í það.

Brúna kortið er úr Bazzill, CI munstruðum pappír, Prima blómum og bling steinum.
Stimpillinn er frá SU en hinn er keyptur hjá Fríðu. Svo notaði ég dúddl stimpla á kartonið undir öllu og bronslitað blek.

fimmtudagur, 18. október 2007

Meira úr síðustu viku


Ok, ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að gera 2 í síðustu viku en þessa gerði ég á þriðjudaginn svo að ég er ekkert allt of mikið á eftir áætlun! Ætla svo að skella í 2 í viðbóð í þessari viku. Kannski ég fari bara í það núna á eftir. ;)

En þessi síða er líka í skrappliftileik á SB.com og sú sem gerði frumgerðina heitir Sgoetter og hennar síðu má sjá hér.

Mín síða er gerð úr Bazzill, pappír frá Creative Imaginations Marquis collection eftir Marah Johnson sem ég fékk hjá Fríðu í Skröppu og mér finnst hann trubbl!!!

Blómin eru prima nærfatasettin og eitthvað stórt blóm, tölur frá FP og fleirum og gaman að segja frá því að þessar litlu tölur voru keyptar í minni allra fyrstu skrappkaupferð fyrir rétt rúmum 2 árum. Jamm, þá keypti ég þessar tölur, munsturskæri, lím og nokkrar pappírsarkir og eitthvað kisuskraut! :D Ekki grunaði mann þá að maður myndi enda með allt þetta magn af skrappdóti í kringum sig!!! Huhumm! ;)

Fiðrildið stóra og þessi litlu sem varla sjást eru líka keypt hjá Fríðu...jamms, ég gramsaði vel í öllum körfunum inni í herberginu hjá henni og fann þessar líka gersemar....eeelska þessi fiðrildi!

Skrapp síðustu viku


Maður er að reyna að standa sig í áskorun Beggu og skrappa 2 síður á viku fram að jólum. Þessi hér er síðan á sunnudaginn og tilheyrir í raun síðustu viku.

Þetta er K & Company pappír, blingsteinar, Prima Whispers blóm, Heidi Swapp blóm og grænt blek á blómi og titladótinu.

fimmtudagur, 4. október 2007

Ég á ammmælídag! :)


Ein síða í tilefni þess að ég á afmæli. Skellti í þessa í gær og í morgun. Hún er totally sl. Kem með meira um það síðar! :)

miðvikudagur, 3. október 2007

Ammælis skvís

Jæja maður eldist víst með ári hverju og í tilefni 25 ára (hohoho) afmælis míns á morgun þá hefur ein Expression Krybba verið pöntuð ásamt 5 hylkjum og meðlæti...híhíhí hvað ég hlakka til að leika mér með þetta dót! Vonandi að þetta komi sem fyrst og að tollurinn sitji svo ekki á þessu eins og ormur á gulli og sendi ekki út neinar tilkynningar eða neitt. Jamm sumir með strax veikina hafa víst átt eitt stk. Krybbu í tollinum síðan 13.sept. og ekki enn fengið tilkynningu! Sú komst af þessu af rælni með að forvitnast smá og hringja í liðið! Urradann, svona vinnubrögð eru sko straxveikum skrappkonum EKKI að skapi!
En ég skrappaði nokkur kort í gær þannig að ég er að verða skuldlaus í kortaklúbbnum og get farið að öðlast innri frið og hætt að fá martraðir með Svönu brjálaða að skamma mig....:D
Nei, nei...ég er bara að djóka Svana mín...en ég er samt búin að sefa samviskuna! :D
Skelli kannski myndum af kortunum síðar þ.e. ef ég nenni að skanna þau.

laugardagur, 29. september 2007

Og enn var skrappað



Einu sinni byrjað þú getur ekki hætt! ;)


Það viriðst allavega eiga vel við núna! Ég skellti í þessa í gær. Opnaði loksins Fruitcake, BG pakkann minn sem ég er búin að horfa á í ár eða svo. Myndirnar eru líka ársgamlar og búnar að liggja á borðinu hjá mér síðan eftir Skálholtsferðina í janúar.


Maður kemst bara í smá jólafílíng að skrappa svona jólamyndir! :D

Tölurnar eru svo áfram FP og blómin frá Prima.

föstudagur, 28. september 2007

Vúhú!

Begga skrappdís skoraði á mig að skrappa a.m.k. 2 síður á VIKU fram að áramótum...nú ég hef ekkert verið of afkastamikil undanfarið...að Skálholts-skrappflæðinu undanskildu...þannig að mér fannst 2 á viku insane! (úúú nú fer minns að raula..."insane in the membrane. Insane in the brain....insane in the membrane...insane in the brain!")


Anywho ég tók hana svona líka á orðinu og fór að skrappa, eineygð, eftir miðnætti síðustu nótt og gerði eina síðu í hendingskasti. Gerði svo aðra í dag á milli þess sem ég lá með augnleppinn minn og síklalyfjamaukið í auganu og slakaði á.



Sweet pea síðan er í "Alveg blómlegt" áskorun hennar Erlu Perlu....hens perlublómið! ;)
Þetta er FP pappír og rub ons og bling flugur og steinar.


Meiddi sig síðan er líka FP allt eiginlega...nema rub on stafirnir. Axel Elí segir alltaf "ég meiddi Sig" en ekki Mig. :D





p.s. Sá sem er fyrstur að skrifa hver söng insane in the brain lagið fær smá RAK frá mér! :D



sunnudagur, 23. september 2007

Skrímillinn minn


Ég skellti í þessa í gær á meðan ég sötraði ískaldan bjór og las umræður á netinu þar sem viðmælendur voru ýmist að sulla í bjór, víni eða Mojito... ;)

Síðan leit mun betur út í gær enda búin með 2 bjóra...hehe og allt eitthvað svo cool! ;)

En ég er alveg sátt við hana þannig séð og gaman að þessu filti. Það er bara svo ótrúlega mikið í pakkanum að ég held ég muni aldrei geta klárað það allt! :D

Anyway hér er síða með mynd af Mikael mínum...a.k.a. Skrímill enda hávaðasamur með meiru og skapstór!

föstudagur, 21. september 2007

Fleiri Skálholtssíður




Núna koma 2 síður þar sem ég gleymdi að setja inn síðu í gær. Þessar eru báðar úr Peripheri pappírnum. Glæru stóru tölurnar eru úr FK skrapp og sá ég þær fyrst á síðu eftir Söndru kláru og varð að prófa. Ógó ánægð með þær! :D

miðvikudagur, 19. september 2007

Sííííííííís! :D


Jæja loksins koma síður úr geggjaða, æðislega, sjúklega, meiriháttar Peripheri pappírnum frá BG. Þessi pappír er sá flottasti frá BG hingað til....og strákamömmur geta tekið gleði sína á ný því það er EKKERT bleikt í þessari línu! Vúhú! :D Línurnar hafa verið frekar stelpumiðaðar undanfarið finnst mér.

Mikael er að venju skítugur í framan enda mathákur mikill og nælir sér í bita hjá hverjum þeim sem lumar á einhverju ætilegu. Axel Elí setur alltaf upp þennan líka flotta svip þegar hann er í návígi við myndavél....sííííííííiíííííííís....segir hann svo.

Fjallmyndarlegur


Ok, næsta síða úr Skálholti. Þessi er líka gerð úr BG mellow. Myndin er tekin á Ísafirði í sumar og titillinn skrifaði sig bara sjálfur þegar myndin var komin á blað. Tölurnar (sem eru by the way crazy in the brainhouse flottar!!!) eru frá Fancy pants og fékk ég þær hjá þeim Fjarðarskrapps stöllum ásamt hekluðu blómunum. OMG hvað ég er skotin í þessu dóti hjá þeim. Svo er ég á leiðinni til Söndru að næla mér í filtformin í þessum litum...bara sjúklega flott dót og fullkomið fyrir komandi haustmyndir!!! :D

Aníhú...hér kemur síðan síðan...hohoho.

þriðjudagur, 18. september 2007

Mjúk apaskott


Jæja, ný síða loksins...10 árum síðar eða svo! ;)

Þessi var gerð í Skálholti. Pappírinn er hinn mjög svo fallegi Mellow frá BG og litla apaskottið í horninu komu þær Fjarðarskrappspíur með og redduðu síðunni algjörlega. Apinn er rub-on frá FP...og var örkin keypt út af þessum apa eingöngu! :D

sunnudagur, 9. september 2007

Mikael Elí eins árs


Var aðeins að leika mér í PS og vann þessa mynd smá til. Er hann ekki mikið krútt? :D

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Tiltekt

Var í smá tiltekt og tók út nokkra pósta. Sé svo til hvort ég nenni að halda þessu bloggi úti og pósta inn nýju dóti...;)

Adjö babes :)

miðvikudagur, 25. júlí 2007

Síða í áskorun


Ég skellti í þessa síðu á mánudaginn. Ég komst bara ekkert í að setja hana inn á bloggið og í keppnina hennar Þórunnar fyrr en núna. Ælupestin mætti nefnilega í heimsókn og herjaði á hann Mikael litla. Bróður hans fannst þetta frekar furðulegt þegar hann sá litla bróður sinn æla á gólfið og tók sér stöðu við hlið hans og fór að hrækja á gólfið. Ég átti nú ansi bágt með mig þarna....:D

En að skrappinu, þá er þetta síða í áskorun á skissublogginu hennar Þórunnar. Ég notaðist því við eina af hennar flottu skissum og notaði svo Autumn Leaves pappírsafganga og eitt heilt blað með þessum fallega útskorna kanti. Blómin eru svo prima hitt og þetta og svo eru steinarnir frá Lindu komnir...og b.t.w. Gógó ef þú lest þetta þá mundi ég allt í einu að ég hafði lofað þér svona steinum. Þú átt þá semsagt inni hjá mér og mátt sækja þá þegar og ef þú vilt. Annars renni ég kannski með þá einn daginn ef ég man! ;)

Myndabox



Loksins nennir maður að birta eitthvað hér. Ég hef nú alveg tekið fram föndurdótið í sumar og gert nokkur kort, síðu og eitt myndabox. Myndaboxið gerðum við systurnar saman handa afa á Ísafirði sem átti 85 ára afmæli 13. júlí. Hele familíen mætti vestur í veislu og skemmtum við okkur rosalega vel. Enda alltaf gaman að koma vestur á Ísafjörð og alltaf gott veður! :D
Myndaboxið innihélt myndir af okkur fjölskyldunni á Tenerife í tilefni 60 ára afmælis pabba. Þess vegna valdi ég frekar litríkan og sumarlegan pappír...fannst það hæfa svona sólar og strandar myndum best.
Glöggir menn reka augun eflaust í Schumacher nokkurn á einni myndinni...að gera sér dælt við mína fögru systur.... ;)
Þó svo að það hefði kætt hann afa minn meir en nokkuð annað að fá Michael Schumacher sem tengdasonarson þá var það því miður eigi svo gott. Henni Rebz systur fannst hún eitthvað svo útundan þar sem ég var búin að gera svona paramyndir með hjörtum og tilheyrandi af mér og Sel, mor og far og svo Elí bró og Hrefnu sætu hans. Þannig að við fundum eitt stykki sómasamlegan karlmann sem fengi auðveldlega inni í fjölskyldunni og photoshoppuðum hann með Rebz systur. Afa brá nokkuð í brún að sjá þarna uppáhalds Formulu kallinn sinn á mynd með barnabarninu....en gerði sér samt fljótt grein fyrir gríninu! :D






þriðjudagur, 26. júní 2007

Ný síða


Mér tókst loks að ljúka við þessa síðu sem ég er búin að vera að dúllast í síðan á laugardaginn. Ég var við það að gefast upp á henni því ég var alltaf svo óánægð með hana. En hún verður bara svona. Ég var að prófa SU pearl ex duftið mitt í fyrsta sinn á síðu. Þetta kemur mjög flott út live en glansinn á bronsinu í titlinum og stimplaða dótinu skilar sér auðvitað ekki í gegnum skannann.

Myndin er af sólar-hnuss-svipunum hans Mikaels á Tenerife. Hann setti upp þennan svip í hvert sinn sem við fórum út í sólina. Hann var ekkert of hrifinn af öllu þessu sólskini og vildi helst vera í skugga. Hann semsagt hnussaði bara yfir þessu öllu saman! ;)

sunnudagur, 3. júní 2007

Þú


Síða um hann Mjúka minn og allt það sem hann er mér og hvernig hann kemur mér fyrir sjónir. Pappírinn er líka frá Dream street og heitir þessi lína Bella Donna. Ég klippti út svarta munstrið og kassa úr miðjunni á því fyrir myndina. Svo notaði ég Bazzil bling blossoms í hornin og fullt af blingsteinum. Ég átti svo mikið af kóngabláum steinum að ég taldi það tilvalið að spreða þeim í þessa síðu.

laugardagur, 2. júní 2007

Ný síða



með nýjum blómum og nýjum pappír. Pappírinn er frá Dream street og mér fannst hann frekar cool og smart. Kannski er þetta einhver gamall og úrtísku pappír en fyrir mér er hann alveg nýr því ég hef aldrei séð síður úr þessum pappír og það er svolítið gaman að vera að nota eitthvað sem allir hinir eru ekki að nota....skil jú mí. ;)


Blómin eru líka ný, Prima press N petals þessi embossuðu og hin sem eru úr munstraða pappírnum man ég ekki hvað heita. Ég notaðist við skissuna mína en sleppti þó journal-boxinu og blúndunni en bætti öðru inn í staðinn. Rammann utanum dagsetninguna fiffaði ég aðeins til því hann var svo skjannahvítur og glansandi. Ég byrjaði á að pússa hann með sandpappír og litaði svo með ólívugrænu SU bleki. Svo er ég að reyna að ganga aðeins á borðabirgðirnar og nota því borða ansi mikið þessa dagana! ;)

En hér er mynd af þessu pappírssetti.

fimmtudagur, 24. maí 2007

Skissa 2


Vei, Þórunn var svo sæt og góð að pósta leiðbeiningum um það hvernig maður gerir skissu í PS og ég varð að prófa það. Takk fyrir að deila þessu með okkur Þórunn Trend. Það er nú ósköp skemmtilegt að búa til skissur! ;)

sunnudagur, 20. maí 2007

Skissa


Ég tók trendsetterinn minn hana Þórunni mér til fyrirmyndar og prufaði að gera skissu í PS. Það gekk nú ekkert of vel því ég kann ansi takmarkað á þetta dót og þyrfti að komast í smá kennslu...blikk, blikk, Þórunn! Getum við ekki hitst með fartölvur í stað skrappdóts eitthvert þriðjudagskvöldið og gert skissur? :D
Þetta er það sem ég gat klórað mig framúr! Þetta er skissa eftir LO-inu með Gullmolunum mínum.

Áskorunin mín


Það skrappar bara á mér hver tuskan þessa dagana! :D

Ég lauk við eina síðu í gærkvöldi sem ég skrappaði á innan við klukkutíma og tel ég það met miðað við minn skrapphraða. En það er nú reyndar ástæða fyrir því hversu fljótt þessi tók af. Ég setti mér nefnilega skilyrði og skoraði á sjálfa mig að skrappa eina síðu í snarheitum. Skilyrðin voru að nota einhverja af þeim mýmörgu útprentuðu og óskröppuðu myndum sem lágu út um allt borð, nota pappírs afganga sem voru (og eru enn) á víð og dreif um skrappherbergið mitt og safna ryki, engin stór blóm, engir dúddl stimplar og alls ekki að nota hring colouzzel mótið mitt. Enda má sjá ef skrollað er niður að flestar mínar nýjustu síður innihalda þetta þrennt sem ég setti á bannlistann. ;)

Nú þetta er svo afraksturinn, Daisy D´s afgangar síðan um jólin, Bazzil bling í grunn, svarta scalloped dótið klippti ég út úr einhverju þunnildis blaði sem var í plöstunum í albúmunum sem ég keypti um daginn. Dúllan (veit ekki hvað þetta heitir) sem er undir myndinni var RAK frá Hönnukj og enn og aftur kemur the RAK to the rescue! :D

Charmin og jólatrjáa bradsin eru frá Barbí og ég litaði þau með hvítu og bláu bleki og raspaði aðeins yfir með þjöl. Ramminn er svo BG og aðeins litaður með bláu bleki. Blingbradsið sem Axel Elí virðist halda á er sett þar til að covera mandarínu sem var alveg eins og álfur út úr hól á síðunni svona skær appelsínugul! LOL! :D
Ok sá sem nennti að lesa þetta allt er hetja! ;)

föstudagur, 18. maí 2007

Gullmolar


Ein síðan enn í valnum. Ég virðist vinna þetta svolítið í svona tvennum. Geri 2 síður í einu og svo ekkert í einhvern tíma, 2 kort og svo ekkert og aftur 2 síður...;)

Ég lét verða að því að skrappa þessa sætu mynd af þeim bræðrum hið snarasta. Pappírinn er BG Stella Ruby. Ótrúlega fallegur pappír en ég var eitthvað efins um að geta notað mikið af þessum nýju línum í stráka síður því mér fannst þær frekar stelpulegar. En ég hafði rangt fyrir mér þar því þær virðast allar ganga ágætlega í strákasíður. Hannakj var svo sæt að senda mér RAK og það kom inn um lúguna í hádeginu í dag, akkurat þegar ég var að vandræðast með hvaða blóm ég ætti að nota og voru þau eitthvað af skornum skammti. En það er eins og Hanna hafi vitað hvað ég var að skrappa og hvaða liti mig vantaði því þarna komu þessi bjútífúll blóm inn um lúguna hjá mér! Þúsund þakkir Hanna mín! ;)

Borðinn er úr borða pakkningu BG Hang 10.Laufblöðin eru klippt út úr pappír og límd með 3D púðum. Stafirnir eru frá Steinu og eru með glimmeri í...svo sætir. Ég notaði svo AL dúddl stimpla og grænt Cat Eye blek.

fimmtudagur, 17. maí 2007

Sæta mús


Jeij, ég fann smá tíma til að skrappa eina síðu í dag. Ég byrjaði reyndar á henni í gærkvöldi en komst lítið áleiðis. Myndina tók ég af Mikael fyrir stuttu. Við höfum kallað hann Sætu mús frá því að hann var nýr og það er farið að festast við hann svipað og Mjúki festist við Axel Elí. Við segjum þetta á ákveðinn hátt þannig að í raun er sagt Sæda músss með tilheyrandi söngli. Axel Elí er farinn að ná þessu ansi vel og kallar bróður sinn þetta oft. ;)

Pappírinn er BG Pheobe sem er voðalega sætur og litríkur. Blómin eru Bazzill og Heidi Swapp og CB swirlið er frá Fancy pants. Stafirnir eru Bazzill CB og svo nota ég skartgripaskraut í miðjuna á blómunum. Mig minnir að ég hafi fengið skrautið í Föndurstofunni.

sunnudagur, 6. maí 2007

Alþjóðlegi skrappdagurinn


var semsagt í gær. Ég varð auðvitað að halda hann hátíðlegan með smá skrappi og gerði 2 einföld kort. Ekkert sérstakt kannski um þau að segja svo að ég set bara inn myndir. :)

Smá ábending frá Eyrúnu en þessi skrappdagur var víst bara national skrappdagur en ekki alþjóðlegur. En það virkar bara meir cool svo að ég ætla að halda þessu svona! hohoho....word peace bara! ;)






laugardagur, 5. maí 2007

Bleikur banner

Nú þar sem trendsetterinn minn setti inn nýjan og sérhannaðan banner á bloggið sitt þá varð mín að gera slíkt hið sama. Ég er nú samt langt því frá klár í PS og þessi bleiki blómabanner eiginlega það besta sem ég gat framkallað að sinni. En ég er bara sátt við hann miðað við mína kunnáttu. Svo er hann líka svo fallega bleikur og í stíl við bleika kúrekahattinn sem ég photosjoppaði á hausinn á mér á myndinni hér fyrir ofan. Ég notaði PS bursta sem ég sótti á síðuna góðu sem Svana sæta benti mér á. Það er linkur á hana hér einhversstaðar í kommentunum. Leitið bara og þér munuð finna!
Og svo meira mont svona í lokin en síðan mín af sykurpúðanum var kosin sigursíðan í skissukeppni 2, árið 2007 á X-gnúsi, stóra skrappspjallinu. Síðan rétt marði þetta með einu atkvæði á þá sem var í öðru sæti. En sú sem gerði þá síðu á nú pínulítið í minni enda gaf hún mér þennan æðislega borða. ;) Síðan er hér aðeins neðar en hún er bara ekki sjón að sjá miðað við að horfa á hana læf og að horfa svo í tölvu. Enda skilar gullið sér bara alls ekki. Ég er voða ánægð með þessa síðu, finnst hún bara svaka Þ ó r u n n hjá mér og skammast mín ekki boffs að viðurkenna það! :D

þriðjudagur, 1. maí 2007

Burstar


Ég var að hlaða niður nokkrum PS burstum. Mjög svo flottum sem hún Svana benti okkur á. Hér er svo smá prufa á mynd af Mjúka mínum. Alltaf jafn sætur og skondinn hann Mjúki og brosir svo fallega með augunum líka! Yes I love my softy boy! :D
Frekar flottir allir þessir burstar sem ég er að sanka að mér hér og nú! :D
Jæja, Barbs...happy now?! Komin ein færsla í maí!!! ;) :D :P

fimmtudagur, 26. apríl 2007

Sykurpúðinn minn


Það er bara allt að gerast þessa dagana! Ég skrappandi fram á nótt vitandi það að ég verð dregin á fætur fyrir allar aldir af litlum morgunhressum harðstjóra. En svona er þetta, annað hvort geri ég ekkert eða ég get ekki hætt og kvöldið í kvöld er eitt af þessum þar sem ég get bara ekki stoppað í miðjum klíðum!

Þessi síða er unnin eftir skissunni hennar Beggu sem er í nýjustu skissukeppninni á Magnúsi heitinnum. Blessuð sé minning hans. Það er allt morandi í gulli á síðunni sem sést illa þegar maður skannar og er því mun fallegra að sjá síðuna með eigin augum. Ég embossaði rammana utanum myndirnar, jaðarinn á hringnum, dúddlið og smá dúddl á BG límmiðastöfunum. Svo er gull á CB stöfunum sem eru svo trubbl flottir. Þeir eru frá K&Company sem og pappírinn. Allt keypt í FK skrapp. Borðinn er líka með gylltu í og hann kemur næstum úr FK skrapp. Þ.e. hún Ólöf Ösp sendi mér hann í RAK-inu. Blingið er frá EK something og fæst t.d. á CX. Fallegur þessi tópaslitur finnst mér. Ég vildi nota bleikan pappír með þessum myndum því eini liturinn er eiginlega varirnar á Mjúka og jú rauðleitt teppið á stiganum og brún augun og súkkulaðið.

Á myndunum er Sykurpúðinn minn mjúki, svo sætur og klístraður alveg eins og alvöru sykurpúði! ;)

miðvikudagur, 25. apríl 2007

Yndið mitt yngsta


Jæja ég small í smá skrappgír í kvöld og gerði þessa síðu. Ég hafði reyndar hugsað mér að skrappa með nýja og sjúklega flotta pappírnum sem ég fékk í FK skrapp hjá henni Söndru í dag en þessi fallegi K & Company pappír passaði bara svo trubbl vel við þessa mynd af Mikael sætalíusi þannig að það var nú ekki hjá því komist að brúka hann þennan! ;)

Ég var endalaust að vesenast með titil á þessa síðu en svo fannst mér þetta passa svo vel við enda er hann Mikael yndið mitt yngsta. Lagið er líka svo fallegt að ég varð að koma því þarna að en breytti einu orði í því....hehehe enda passaði ekkert að hafa Hlín þarna! Eins og sönnum skrappara sæmir þá notaði ég eina af gullfallegu skissunum hennar Beggu Húna. Begga er án efa með þeim betri í skissuhönnunum og má finna nokkrar æðislegar skissur á blogginu hennar sem ég linka á hér til hliðar. Wellos, gellos nú er kominn tími á fiðrið. Adios!

fimmtudagur, 19. apríl 2007

Skrappað á ný


Yahooooo! Skrappstíflan brast og ég gerði eina ofur litla og fjólubláa síðu fyrr í kvöld. Ég notaði fjólubláu, sjálflímandi perlurnar sem ég fékk í Föndurstofunni í miðjuna á blómin. Ég er ferlega skotin í þessum perlum og mig langar í alla liti. En ég á bara hvítar perlur og svo eitthvað smá eftir af þessum fjólubláu. Síðan er hönnuð svipað og kortin sem voru svo vinsæl síðasta vor. Þessi hringlóttu sem hægt var að snúa efsta laginu og undir var texti. Well það er hægt að snúa lillabláa hringnum og undir honum er smá texti til sætu þotunnar sem fær þetta í albúmið sitt ;)
Þotan sú á líka að finna 10 hjörtu svo nú er bara að leita vel þegar albúmið kemst í þínar hendur! :D
Mér finnst þessi síða reyndar eitthvað smá tómleg þegar ég horfi á hana hér í tölvunni. En vonandi fellur hún þotunni vel í geð. Það er nú fyrir öllu! ;)

sunnudagur, 25. mars 2007

BG galleríið


Jeij! Basic Grey galleríið samþykkti þessa síðu frá mér og birti hana í galleríinu. Ég er því aftur komin á skrá þar sem hönnuður...úlala...eitthvað svo pró að vera titluð designer!
Þessa síðu gerði ég eftir geggjaðri síðu sem Frú Barbara hin fagra gerði. Þarna koma við sögu nokkur af þeim nöfnum sem við höfum notað á hann Mjúka Axel Elí. En þetta er ekki tæmandi listi enda hefur sætilíusinn þurft að þola alls kyns mis gáfuleg og falleg gælunöfn. Mjúki er samt það sætasta og mest notaða og oft gleymi ég mér og kalla hann Mjúka enn í dag...hehe verður ekki vinsælt þegar hann eldist ef ég stend á tröppunum og kalla "Mjúki, Mjúki minn....það er kominn matur....komdu inn MJÚKI!".
Á myndinni er Axel Elí (fjúff...var næstum búin að pikka Mjúki) 1 árs og algjör dúllus. Ég notaði MM málningu á myndina til að mála "maður" en mér fannst svo mikið af myndinni vera pallur svo að ég ákvað að hafa hluta af titlinum á henni. Sá svipað hjá einhverjum snillingnum á SB.
En já gaman að þessu og meðfram veginum, þá er Basic Grey skrappstöffs framleiðandi sem gerir ógó smart pappír og fleira til! :D

sunnudagur, 18. mars 2007

Blómlegir bakendar


Þessa síðu gerði ég í skrappliftileik Þórunnar. Þá fékk maður síðu sem einhver hafði gert eftir annarri síðu og átti ég að notast við það sem mig langaði að nota...eða skrapplifta (scraplift=stela)einhverju eða öllu. Ég skrapplifti LO-inu sem mér fannst mjög flott og hentaði vel fyrir þessar myndir. Bohemia pappírinn frá MME passaði svo alveg fullkomlega við þessar myndir af okkur Axel Elí á sundlaugarbakkanum á Spáni. Ég í blágrænu blóma bikiníi og hann í appelsínugulri sundbrók með blómum á....semsagt mjög svo Blómlegir bakendar og ber því síðan þennan titil með réttu.
Síðan er ekki svona skökk in RL en hún skannaðist bara svona bjánalega inn hjá mér.

fimmtudagur, 15. mars 2007

BOM síða


Þessa síðu gerði ég ekki alls fyrir löngu. Ég er með í BOM verkefni á Skrapplistanum. BOM stendur fyrir Book Of Me og því er ég að skrappa um mig. Það er virkilega skemmtilegt að skrappa um mig svona til tilbreytingar en hingað til hef ég að mestu skrappað um fallegu gaurana mína og jú eina síðu um kisurnar sem við áttum.
Okkur er sett fyrir nokkur verkefni í hverjum mánuði sem við þurfum að skrappa og sýna. Síðan hér er t.d. fæðingarsíðan um mig. Þarna eru myndir af mér nýfæddri og mömmu og pabba svo ungum og sætum...en þau eru nú alltaf sæt! Ég er svo að vonast eftir að mamma hafi tíma til að líta uppúr námsbókunum og skrá fæðingarsöguna mína sem ég ætla að hafa þarna undir myndinni af mér í vöggunni. Ég er alveg þokkalega ánægð með þessa síðu svona ykkur að segja! :D

miðvikudagur, 14. mars 2007

Hví Blogg?

Hádí! Hér ætla ég að blogga um skrappið mitt svona eins og sönnum og kúl skrappara sæmir! Hún Þórunn yfirkennari og skrappstýra er einskonar trendsetter í skrappheimum og maður verður að feta í hennar fótspor ef maður ætlar að vera inn og því starta ég svona bloggi....um að gera að næla sér í nokkur kúlstig þar! Þá verð ég komin í hópi snillinga eins og Barböru og Þórunnar. Er það ekki þannig að þar sem 2 eða fleiri koma saman þar er HÓPUR? Hohoho....
Vonandi vita líka allir hver kom fríkí MUNSTURSKÆRUNUM á top 10 lista yfir MÖST have skrappstöff fyrr í vetur!!!??? (sem jafnvel Ba***** megaskvís og skrappfrömuður hefur fest kaup á...eða svo segir víst sagan!). Skrappdót sem enginn vildi kannast við að eiga eða var gleymt á botni skrappkistla fyrir svo stuttu síðan en er nú í heiðurssætum í Lötufötum skrappmeistaranna! Þökk sé Þórunni og já Steinu því hún á flottustu munsturskærin eða átti...þau eru kannski uppseld núna enda kúl með meiru!
Ójá nú er ég sko orðin ofursvöl Þotuskvís!