laugardagur, 2. júní 2007

Ný síða



með nýjum blómum og nýjum pappír. Pappírinn er frá Dream street og mér fannst hann frekar cool og smart. Kannski er þetta einhver gamall og úrtísku pappír en fyrir mér er hann alveg nýr því ég hef aldrei séð síður úr þessum pappír og það er svolítið gaman að vera að nota eitthvað sem allir hinir eru ekki að nota....skil jú mí. ;)


Blómin eru líka ný, Prima press N petals þessi embossuðu og hin sem eru úr munstraða pappírnum man ég ekki hvað heita. Ég notaðist við skissuna mína en sleppti þó journal-boxinu og blúndunni en bætti öðru inn í staðinn. Rammann utanum dagsetninguna fiffaði ég aðeins til því hann var svo skjannahvítur og glansandi. Ég byrjaði á að pússa hann með sandpappír og litaði svo með ólívugrænu SU bleki. Svo er ég að reyna að ganga aðeins á borðabirgðirnar og nota því borða ansi mikið þessa dagana! ;)

En hér er mynd af þessu pappírssetti.

11 ummæli:

Svana Valería sagði...

wow þessi er bara geðveik og blómin koma vel út þarna ,ég er lika að reyna að nota borðana mína ,splæsi þeim bara í kort núna hehe

Þórunn sagði...

geggjuð síða!!!

Sara sagði...

geggjuð síða, ekkert smá flottur pp og falleg litasamsetning :)

Gogo sagði...

Æðisleg síða hjá þér :)

Og fyrst þú ert að tala um blóm - þá áttu blóm hjá mér :)

Helga sagði...

very cool :) bæði pp og lo

stína fína sagði...

bara algjört æði :O)

hannakj sagði...

vá geggjaður pp, blómin og síðan sjálf!!

Nafnlaus sagði...

Flott síða og nokkuð smart pappír

Unknown sagði...

Pappírinn er ótrúlegur, svo flottur. Síðan er æðisleg í alla staði. Blómin eru líka æðisleg.

Unknown sagði...

Vá með þeim flottustu sem ég hef séð, geggjaður pappír og fyrirsætan alltaf jafn sæt :)

Nafnlaus sagði...

vá, æðisleg síða
flottur pappír, ég er svo hrifin af tíglum þannig að þessi síða er þvílíkt að heilla mig :)