miðvikudagur, 25. júlí 2007

Síða í áskorun


Ég skellti í þessa síðu á mánudaginn. Ég komst bara ekkert í að setja hana inn á bloggið og í keppnina hennar Þórunnar fyrr en núna. Ælupestin mætti nefnilega í heimsókn og herjaði á hann Mikael litla. Bróður hans fannst þetta frekar furðulegt þegar hann sá litla bróður sinn æla á gólfið og tók sér stöðu við hlið hans og fór að hrækja á gólfið. Ég átti nú ansi bágt með mig þarna....:D

En að skrappinu, þá er þetta síða í áskorun á skissublogginu hennar Þórunnar. Ég notaðist því við eina af hennar flottu skissum og notaði svo Autumn Leaves pappírsafganga og eitt heilt blað með þessum fallega útskorna kanti. Blómin eru svo prima hitt og þetta og svo eru steinarnir frá Lindu komnir...og b.t.w. Gógó ef þú lest þetta þá mundi ég allt í einu að ég hafði lofað þér svona steinum. Þú átt þá semsagt inni hjá mér og mátt sækja þá þegar og ef þú vilt. Annars renni ég kannski með þá einn daginn ef ég man! ;)

Myndabox



Loksins nennir maður að birta eitthvað hér. Ég hef nú alveg tekið fram föndurdótið í sumar og gert nokkur kort, síðu og eitt myndabox. Myndaboxið gerðum við systurnar saman handa afa á Ísafirði sem átti 85 ára afmæli 13. júlí. Hele familíen mætti vestur í veislu og skemmtum við okkur rosalega vel. Enda alltaf gaman að koma vestur á Ísafjörð og alltaf gott veður! :D
Myndaboxið innihélt myndir af okkur fjölskyldunni á Tenerife í tilefni 60 ára afmælis pabba. Þess vegna valdi ég frekar litríkan og sumarlegan pappír...fannst það hæfa svona sólar og strandar myndum best.
Glöggir menn reka augun eflaust í Schumacher nokkurn á einni myndinni...að gera sér dælt við mína fögru systur.... ;)
Þó svo að það hefði kætt hann afa minn meir en nokkuð annað að fá Michael Schumacher sem tengdasonarson þá var það því miður eigi svo gott. Henni Rebz systur fannst hún eitthvað svo útundan þar sem ég var búin að gera svona paramyndir með hjörtum og tilheyrandi af mér og Sel, mor og far og svo Elí bró og Hrefnu sætu hans. Þannig að við fundum eitt stykki sómasamlegan karlmann sem fengi auðveldlega inni í fjölskyldunni og photoshoppuðum hann með Rebz systur. Afa brá nokkuð í brún að sjá þarna uppáhalds Formulu kallinn sinn á mynd með barnabarninu....en gerði sér samt fljótt grein fyrir gríninu! :D