fimmtudagur, 11. september 2008

Ný síða, nýtt kitt, nýtt líf! :D


Suss....maður heyrir alveg "hey-greina-hnoðrana" fjúka um svæðið...búið að vera steindautt hér síðan í lok Survivor og já sama dag lok hjónabandsins :S
Þannig að Hildur Ýr...I blame you and that darn game...hehehe nei nei ALLS ekki! ;)
Ég hef nú samt skrappað eitthvað á þessum mánuðum sem liðnir eru en hef ekkert skannað inn af þeim síðum og þær flestar ef ekki allar staðsettar í Scrap.is.
Þessa síðu gerði ég í snarhasti í gær og er þetta úr nýja kittinu hjá Scrap.is. Þessi pappír er alveg ótrúlega fallegur og já allar línurnar algjört möst í safnið! ;)
Kittin tvö eru líka svo gullfalleg og án efa sniðugt að gerast áskrifandi að slíku.
Nýja, single lífið gengur ágætlega...jújú þetta hafa auðvitað verið mjög erfiðir tímar og erfitt að aðlagast þessu nýja lífi. Mín er búin að taka nokkur dramaköst a la Magga dramaqueen en það er allt að baki vona ég.
Ég sé allavega bjarta tíma framundan og er sátt við hið nýja líf sem einstæð mamma. Það er meira að segja bara mjög svo skemmtilegt!

Hugs&kisses,
Fráskilin að Vestan. :P

laugardagur, 12. júlí 2008

Einu sinni var....(lokaskrapp í Sörvævor)




Jæja hér er mitt framlag í "enginn pappír, ekkert lím og engin mynd" áskoruninni.

Ég notaði glært box utan af Fancy Pants felti og setti þennan litla galla þar í . Festi hann niður með brads en stakk samt ekki í gegnum hann því ég tímdi því ekki. Setti líka rubon inn í kassann og blóm sem og armbönd strákanna af spítalanum.
Klukkurnar utan á eru svo með með klukkuvísa sem sýna fæðingartíma þeirra. Setti smá pearlex á þær til að breyta litnum.
Allt er svo fest með brads. :)


P.s. Myndin af þeim bræðrum með verkefnið var tekin í morgun. Þeir voru voða spenntir að skoða þetta og Axel Elí var nú viss um að að Mikael Elí kæmist alveg í þennan galla ennþá! LOL

þriðjudagur, 8. júlí 2008

Síður og fleiri síður











jamm afköstin hafa veri með eindæmum góð þetta árið þökk sé Beggu og Hildi Ýr og þeirra skemmtilegu áskorunum! :)






Slatti af síðum





Jæja nú fer að líða undir lok í SkrappSurvivornum. Ég er komin í úrslit ásamt Ýr sem gerir ofsalega fallegar síður, kort og skissur. Ég átti nú aldrei von á að ná alla leið í úrslitin en er jafnframt voða ánægð með það.


Hérna eru svo síður úr síðustu áskorunum.


mánudagur, 2. júní 2008

ScrapSurvivor 4.umferð






Óboj, þetta var engin smá áskorun á okkur. Við áttum semsagt að hanna skissu fyrir síðu og kort. Skissan fyrir síðuna þurfti að gera ráð fyrir 3 myndum, dúttli og blómum en kortaskissan átti að hafa 3 pappírslög. Síðan áttum við að skrappa síðu og kort eftir þessum skissum okkar og kortið varð að hafa fjólubláan eða appelsínugulan ráðandi lit.

ScrapSurvivor 3. umferð


Hér áttum við að skrappa mynd sem við myndum venjulega ekki skrappa og síðan varð að vera hringlaga og við áttum að styðjast við skissu. Við áttu líka að nota hvíta málningu og 3 eða fleiri tegundir af borðum.

ScrapSurvivor 2.umferð



þetta er síðan í 2. umferð og þar átti að nota eitthvað "ekki skrappdót" á síðuna. Ég fann einhvern fjólubláan dúsk sem ég klippti til og notaði sem búk á fiðrildið. Svo áttum við að nota elsta og ljótasta pappírinn okkar. Ég átti nú engan ljótan en þessi fjólublái var allavega sá elsti.

miðvikudagur, 21. maí 2008

Páskaeggið


Ákvað að byrja bara að "hnerra" límmiðum á síðu í áskorun þar sem nota á límmiða og 2 myndir. Stafir eru límmiðar sem og ungarnir.

Í journalið skrifa ég: Þú fékkst að velja þér sjálfur páskaegg þetta árið. Fyrst vildir þú ólmur fá stærsta eggið í búðinni en ég sagði þér að þú værir með of lítinn maga fyrir svona stórt páskaegg. Þú varst eldsnöggur að finna lausn á því! Pabbi væri sko með STÓRAN "sixpack" og gæti alveg borðað svona stórt egg!!! Þið feðgar höfðuð stuttu áður verið að ræða mun á bumbu og "sixpack".

(Pabbinn var sko ekki sáttur við að sonurinn sagði hann með bumbu og fór að segja að ístran væri "sixpack"!)


Neðst á síðunni stendur svo: Þú valdir að lokum þetta egg með bláum unga og annað fyrir Mikael og undir sáttur við þitt á páskadag.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Sjö síður á sjö dögum









Ég tók þátt í leik á spjallinu sem gekk út á það að ljúka 7 verkefnum á 7 dögum. Við fengum eitt skrappverkefni á dag og höfðum einn sólarhring til að gera síðu eftir þeim fyrirmælum sem gefin voru.


Hér koma síðurnar 7.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Snjókornasíða


Ég elska snjókorn og á þau í alls kyns stærðum, formum og efnum. Hér nota ég pappírssnjókorn, glær snjókorn, snjókornaborða, bling snjókorn og feltborða snjókorn.
Glæru snjókorning og ísbláa blinghringinn og kristalinn í borðanum fást í FK skrapp.
Hitt er allskonar glimmer og glitdót sem glysgjarna ég pantaði að utan.

sunnudagur, 11. maí 2008

Kjútíbjútí SugarNellie


Ég vígði þessa sætu SykurNetlu í kvöld. Málaði með bleki og vatni og klippti út. Perlurnar og blómið "gleisaði" ég svo með SU Crystal effects. Motturnar eru skornar út og embossaðar í eldgömlu og svo til ónotuðu Sizzix vélinni minni með Nestabillities skurðogemboss formunum.

Blómið er Heidi Swapp (rauða með glimmerinu), hitt er Prima.

Borðinn er frá ScrapGoods dögunum í upphafi skrappáhugans.

Pappírinn er BG, Scarlets letter (er að reyna að eyða öllum þessum afgöngum sem eru hér um allt borð).

Takk fyrir "kíkkið".

2 síður í BOM



Gerði þessar í vikunni. Þetta er í BOM (Book Of Me) albúmið mitt. Önnur síðan um hluti sem ég elska og það sem ég elska að gera. Síðuna gerði ég líka fyrir áskorun frá Lindu. Ég mátti ekki nota neitt tilbúið skraut nema festiskraut (splitti og kósur). Ég klippti því blómin út úr pappírsörk og teiknaði hjartað og klippti.

Pappírinn er Infuse BG

Miðinn er MM


Hin síðan er um það sem ég hræðist og fannst mér viðeigandi að hafa litina pínu dramatíska í anda við verkefnið.

Pappírinn er BG, Scarlets letter

Borðinn er Heidi Swapp sem og "kristallinn" svarti sem hangir í borðanum

Títiprjóninn fékk ég i Tiger fyrir 6 árum síðan

Blómin og snjókornin eru Prima

Glæran er Hambly

og bling og flugubling er bara úr safninu mínu.

Sugarnellies kort



ú mæ, þarf sko að fara að gera fleiri kort með þessum dúlludúskum! Algjörar krúttmínur þessir sykurnellu stimplar. Á mynd af tveimur sem ég gerði um daginn en á sko nokkra stimpla óvígða ennþá! Fékk þessa hjá stúlkunum mínum í Scrap í Hafnarfirði (FK skrapp eins og mér er orðið svo tamt að segja). Þessi 2 gerði ég fyrir búðina og það var víst ein eldri kona að skoða þau um daginn og sagðist geta hugsað sér að borga allt að 2000 krónur fyrir svona sætt kort....(æ mér fannst þetta frekar krúttuð athugasemd hjá henni...ætti kannski að koma nafnspjöldum upp í búð og koma mér upp smá bissnissonðesæd! ;)...hnéhnéhné....)


Okí, stimplar eru áður nefndir Sugarnellies,

pappírinn er nýr frá K & Company,

borði frá AC,

allt þetta og blómin fást hjá FK skrapp.

(og þar er flott tilboð þennan mánuðinn á þessum stimplum, litum og tússlitum....bara alles til að hefja kortastimplagerðina...endilega kíkja á það!) :D



Fleiri Magnoliu kort



Þetta er "gamalt" sem ég var ekki búin að setja inn.

fimmtudagur, 1. maí 2008

Leikur í PS




Okí, ég viðurkenni alveg að ég kann lítið sem ekkert á Photoshop en mér finnst gaman að fikta og prófa eitthvað og sjá hvað gerist með myndirnar.

Þetta er ein mynd af Axel Elí sem mér fannst svo sæt en litirnir alveg hræðilega óskrappvænir sem og allt draslið á bak við hann.

Ég gerði því myndina svarthvíta, skerpti andstæður ljóss og skugga og tók út bakgrunninn.

Ég notaði svo einhvern filter sem gerði það að verkum að það kemur svona eins og ljós yfir andlitið á honum. Myndin varð að lokum svona mjúk og falleg og mjög skrappvæn! :D


Læt svo líka fylgja síðuna sem myndin var notuð á. Síðan er fyrir FK skrappbúðina og er úr mörgu af hrikalega flotta og kúl Heidi Swapp dótinu sem þær voru að fá!

Pappírinn, svarti tjull borðinn, kristallinn svarti í gula borðanum, glæru stafirnir og klukkan, svörtu rubon stafirnir, svarta skraut hornið og hvítu stóru blómin er allt Heidi Swapp dót úr FK.

Miðarnir eru líka Heidi Swapp en ég átti þá hér í bunkanum mínum...sem er meira fjall núna en bunki!

Ætli ég verði ekki komin með ScrapEverest hér í herbergið hjá mér þegar árið verður liðið! ;)


sunnudagur, 27. apríl 2008

Kort


Hér er kort í áskorunina hennar Svönu á minispjallinu. Áskorunin var einfaldlega að gera kort með Magnólíu stimpli! Ég notaði 4 Magnólíu stimpla hér og nokkra aðra líka.

Litaði með H2O´s shimmerlitunum mínum og það kemur ógó sætt út og allt svona sanserað og glitrandi. Mjög gott að vatnslita með þessum litum! :D

Okí over and out!

og síða gærkvöldsins



Þetta er síða í leik á spjallinu sem gengur út á það að taka eina af okkar fyrstu skröppuðu síðum og "stela" (skrapplifta) henni. Ég ákvað að taka allra fyrstu síðuna sem ég gerði og stela uppsetningunni á þeirri síðu...hehe ekkert margt annað að stela af þeirri beru síðu!


anyway Kisusíðan er sú allra fyrsta sem ég gerði og það var í ágúst 2005. Hin síðan er svo af Mikael í baði með "baðliti" sem er þvílíkt stuð!

Pappírinn þar er Fancy Pants og líka felt dótið.


Meira voffaskrapp.



Voffa síðan hans Mikaels er gerð úr Blue Awning frá K & Company´s. Ótrúlega fallegur pappír.
Mikael er svo skotinn í öllum hundunum sem eru heima hjá ömmu hans. Þar eru 2 fullorðnir Rat Terriers, 4 slíkir hvolpar...ógó sætir b.t.w. og held að 2 séu enn til sölu ef einhvern langar í svoleiðis dúllu...nú og svo er það uppáhald allra hann Garpur sem er Pug. Jiminn það er svo gaman að sjá allt þetta voffager leika sér saman!!!

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Nýjustu síðurnar og kortin



Er ekkert búin að vera voða dugleg unanfarið í fönrinu en skellti þó í 2 síður úr nýja pappírnum frá FK skrapp. Bursta vel síðan er úr BG pappír og Hvolpa ást er úr K & Company´s pappír.

Græna risaeðlan er frá Fancy Pants og fæst í FK skrapp.

Men ó men hvað ég er skotin í mjúku, loðnu splittunum í alls kyns litum sem ég keypti á FK skrapp hittingnum um daginn. Luv them! :D