miðvikudagur, 21. maí 2008

Páskaeggið


Ákvað að byrja bara að "hnerra" límmiðum á síðu í áskorun þar sem nota á límmiða og 2 myndir. Stafir eru límmiðar sem og ungarnir.

Í journalið skrifa ég: Þú fékkst að velja þér sjálfur páskaegg þetta árið. Fyrst vildir þú ólmur fá stærsta eggið í búðinni en ég sagði þér að þú værir með of lítinn maga fyrir svona stórt páskaegg. Þú varst eldsnöggur að finna lausn á því! Pabbi væri sko með STÓRAN "sixpack" og gæti alveg borðað svona stórt egg!!! Þið feðgar höfðuð stuttu áður verið að ræða mun á bumbu og "sixpack".

(Pabbinn var sko ekki sáttur við að sonurinn sagði hann með bumbu og fór að segja að ístran væri "sixpack"!)


Neðst á síðunni stendur svo: Þú valdir að lokum þetta egg með bláum unga og annað fyrir Mikael og undir sáttur við þitt á páskadag.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög flott! Fallegir litir og límiðunum fullkomnlega "hnerrað" á ;)

Svana Valería sagði...

geggjað flottir litir i henni ...æði

Unknown sagði...

Virkilega flott síða, flottir itir í henni og ekki skemmir hvað Axel Elí er sjúklega mikið krútt á síðunni með páskaeggið sitt :D

Nafnlaus sagði...

Geðveik flott blöðin sem að þú skrifar á.Flott síða. Kveðja Linda

Sandra sagði...

Æðisleg síða :) flottir límmiðarnir!