fimmtudagur, 24. maí 2007

Skissa 2


Vei, Þórunn var svo sæt og góð að pósta leiðbeiningum um það hvernig maður gerir skissu í PS og ég varð að prófa það. Takk fyrir að deila þessu með okkur Þórunn Trend. Það er nú ósköp skemmtilegt að búa til skissur! ;)

sunnudagur, 20. maí 2007

Skissa


Ég tók trendsetterinn minn hana Þórunni mér til fyrirmyndar og prufaði að gera skissu í PS. Það gekk nú ekkert of vel því ég kann ansi takmarkað á þetta dót og þyrfti að komast í smá kennslu...blikk, blikk, Þórunn! Getum við ekki hitst með fartölvur í stað skrappdóts eitthvert þriðjudagskvöldið og gert skissur? :D
Þetta er það sem ég gat klórað mig framúr! Þetta er skissa eftir LO-inu með Gullmolunum mínum.

Áskorunin mín


Það skrappar bara á mér hver tuskan þessa dagana! :D

Ég lauk við eina síðu í gærkvöldi sem ég skrappaði á innan við klukkutíma og tel ég það met miðað við minn skrapphraða. En það er nú reyndar ástæða fyrir því hversu fljótt þessi tók af. Ég setti mér nefnilega skilyrði og skoraði á sjálfa mig að skrappa eina síðu í snarheitum. Skilyrðin voru að nota einhverja af þeim mýmörgu útprentuðu og óskröppuðu myndum sem lágu út um allt borð, nota pappírs afganga sem voru (og eru enn) á víð og dreif um skrappherbergið mitt og safna ryki, engin stór blóm, engir dúddl stimplar og alls ekki að nota hring colouzzel mótið mitt. Enda má sjá ef skrollað er niður að flestar mínar nýjustu síður innihalda þetta þrennt sem ég setti á bannlistann. ;)

Nú þetta er svo afraksturinn, Daisy D´s afgangar síðan um jólin, Bazzil bling í grunn, svarta scalloped dótið klippti ég út úr einhverju þunnildis blaði sem var í plöstunum í albúmunum sem ég keypti um daginn. Dúllan (veit ekki hvað þetta heitir) sem er undir myndinni var RAK frá Hönnukj og enn og aftur kemur the RAK to the rescue! :D

Charmin og jólatrjáa bradsin eru frá Barbí og ég litaði þau með hvítu og bláu bleki og raspaði aðeins yfir með þjöl. Ramminn er svo BG og aðeins litaður með bláu bleki. Blingbradsið sem Axel Elí virðist halda á er sett þar til að covera mandarínu sem var alveg eins og álfur út úr hól á síðunni svona skær appelsínugul! LOL! :D
Ok sá sem nennti að lesa þetta allt er hetja! ;)

föstudagur, 18. maí 2007

Gullmolar


Ein síðan enn í valnum. Ég virðist vinna þetta svolítið í svona tvennum. Geri 2 síður í einu og svo ekkert í einhvern tíma, 2 kort og svo ekkert og aftur 2 síður...;)

Ég lét verða að því að skrappa þessa sætu mynd af þeim bræðrum hið snarasta. Pappírinn er BG Stella Ruby. Ótrúlega fallegur pappír en ég var eitthvað efins um að geta notað mikið af þessum nýju línum í stráka síður því mér fannst þær frekar stelpulegar. En ég hafði rangt fyrir mér þar því þær virðast allar ganga ágætlega í strákasíður. Hannakj var svo sæt að senda mér RAK og það kom inn um lúguna í hádeginu í dag, akkurat þegar ég var að vandræðast með hvaða blóm ég ætti að nota og voru þau eitthvað af skornum skammti. En það er eins og Hanna hafi vitað hvað ég var að skrappa og hvaða liti mig vantaði því þarna komu þessi bjútífúll blóm inn um lúguna hjá mér! Þúsund þakkir Hanna mín! ;)

Borðinn er úr borða pakkningu BG Hang 10.Laufblöðin eru klippt út úr pappír og límd með 3D púðum. Stafirnir eru frá Steinu og eru með glimmeri í...svo sætir. Ég notaði svo AL dúddl stimpla og grænt Cat Eye blek.

fimmtudagur, 17. maí 2007

Sæta mús


Jeij, ég fann smá tíma til að skrappa eina síðu í dag. Ég byrjaði reyndar á henni í gærkvöldi en komst lítið áleiðis. Myndina tók ég af Mikael fyrir stuttu. Við höfum kallað hann Sætu mús frá því að hann var nýr og það er farið að festast við hann svipað og Mjúki festist við Axel Elí. Við segjum þetta á ákveðinn hátt þannig að í raun er sagt Sæda músss með tilheyrandi söngli. Axel Elí er farinn að ná þessu ansi vel og kallar bróður sinn þetta oft. ;)

Pappírinn er BG Pheobe sem er voðalega sætur og litríkur. Blómin eru Bazzill og Heidi Swapp og CB swirlið er frá Fancy pants. Stafirnir eru Bazzill CB og svo nota ég skartgripaskraut í miðjuna á blómunum. Mig minnir að ég hafi fengið skrautið í Föndurstofunni.

sunnudagur, 6. maí 2007

Alþjóðlegi skrappdagurinn


var semsagt í gær. Ég varð auðvitað að halda hann hátíðlegan með smá skrappi og gerði 2 einföld kort. Ekkert sérstakt kannski um þau að segja svo að ég set bara inn myndir. :)

Smá ábending frá Eyrúnu en þessi skrappdagur var víst bara national skrappdagur en ekki alþjóðlegur. En það virkar bara meir cool svo að ég ætla að halda þessu svona! hohoho....word peace bara! ;)






laugardagur, 5. maí 2007

Bleikur banner

Nú þar sem trendsetterinn minn setti inn nýjan og sérhannaðan banner á bloggið sitt þá varð mín að gera slíkt hið sama. Ég er nú samt langt því frá klár í PS og þessi bleiki blómabanner eiginlega það besta sem ég gat framkallað að sinni. En ég er bara sátt við hann miðað við mína kunnáttu. Svo er hann líka svo fallega bleikur og í stíl við bleika kúrekahattinn sem ég photosjoppaði á hausinn á mér á myndinni hér fyrir ofan. Ég notaði PS bursta sem ég sótti á síðuna góðu sem Svana sæta benti mér á. Það er linkur á hana hér einhversstaðar í kommentunum. Leitið bara og þér munuð finna!
Og svo meira mont svona í lokin en síðan mín af sykurpúðanum var kosin sigursíðan í skissukeppni 2, árið 2007 á X-gnúsi, stóra skrappspjallinu. Síðan rétt marði þetta með einu atkvæði á þá sem var í öðru sæti. En sú sem gerði þá síðu á nú pínulítið í minni enda gaf hún mér þennan æðislega borða. ;) Síðan er hér aðeins neðar en hún er bara ekki sjón að sjá miðað við að horfa á hana læf og að horfa svo í tölvu. Enda skilar gullið sér bara alls ekki. Ég er voða ánægð með þessa síðu, finnst hún bara svaka Þ ó r u n n hjá mér og skammast mín ekki boffs að viðurkenna það! :D

þriðjudagur, 1. maí 2007

Burstar


Ég var að hlaða niður nokkrum PS burstum. Mjög svo flottum sem hún Svana benti okkur á. Hér er svo smá prufa á mynd af Mjúka mínum. Alltaf jafn sætur og skondinn hann Mjúki og brosir svo fallega með augunum líka! Yes I love my softy boy! :D
Frekar flottir allir þessir burstar sem ég er að sanka að mér hér og nú! :D
Jæja, Barbs...happy now?! Komin ein færsla í maí!!! ;) :D :P