fimmtudagur, 17. maí 2007

Sæta mús


Jeij, ég fann smá tíma til að skrappa eina síðu í dag. Ég byrjaði reyndar á henni í gærkvöldi en komst lítið áleiðis. Myndina tók ég af Mikael fyrir stuttu. Við höfum kallað hann Sætu mús frá því að hann var nýr og það er farið að festast við hann svipað og Mjúki festist við Axel Elí. Við segjum þetta á ákveðinn hátt þannig að í raun er sagt Sæda músss með tilheyrandi söngli. Axel Elí er farinn að ná þessu ansi vel og kallar bróður sinn þetta oft. ;)

Pappírinn er BG Pheobe sem er voðalega sætur og litríkur. Blómin eru Bazzill og Heidi Swapp og CB swirlið er frá Fancy pants. Stafirnir eru Bazzill CB og svo nota ég skartgripaskraut í miðjuna á blómunum. Mig minnir að ég hafi fengið skrautið í Föndurstofunni.

13 ummæli:

Barbara Hafey. sagði...

Mér finnst hún æðis :D
Trubbl æðis :D

Nafnlaus sagði...

Æðisleg, flott hvernig dúttlið passar við sófann. pp mjög flottur

Þórunn sagði...

rosalega flott síða!!

Svana Valería sagði...

awww enda er hann svo sætur og múslulegur ,mér finnst hún æðiiiiii

Nafnlaus sagði...

Vá hún er adorable :D

Signý Björk sagði...

Hún er æði....

Unknown sagði...

Bara flott síða :)

stína fína sagði...

vá bara alveg æðislega flott :O)

Nafnlaus sagði...

Geggjuð og flottir litirnir:O)

Sara sagði...

geggjuð síða, flottir litir og flott cb, allt flott :)

hannakj sagði...

OMG! Hvað hún er trufluð síða!!! Allt geðveikt flott saman!!! Svo flott overlay sem þú gerðir á myndina. Verði þér að góðu með RAKið. Frábært að sendi þig akkuratt sem þig vantaði. Góða helgi!

Nafnlaus sagði...

Algjörlega trubbluð síða! ...vá þú ert klár :)

Nafnlaus sagði...

vá, varð að commenta líka á þessa, hún er alveg sjúklega flott!!! borðinn bestur!! (hahaha.. alltaf sama djókið í gangi)ég er líka þvílíkt skotin í blóminu sem er á m-stafnum.