sunnudagur, 25. mars 2007

BG galleríið


Jeij! Basic Grey galleríið samþykkti þessa síðu frá mér og birti hana í galleríinu. Ég er því aftur komin á skrá þar sem hönnuður...úlala...eitthvað svo pró að vera titluð designer!
Þessa síðu gerði ég eftir geggjaðri síðu sem Frú Barbara hin fagra gerði. Þarna koma við sögu nokkur af þeim nöfnum sem við höfum notað á hann Mjúka Axel Elí. En þetta er ekki tæmandi listi enda hefur sætilíusinn þurft að þola alls kyns mis gáfuleg og falleg gælunöfn. Mjúki er samt það sætasta og mest notaða og oft gleymi ég mér og kalla hann Mjúka enn í dag...hehe verður ekki vinsælt þegar hann eldist ef ég stend á tröppunum og kalla "Mjúki, Mjúki minn....það er kominn matur....komdu inn MJÚKI!".
Á myndinni er Axel Elí (fjúff...var næstum búin að pikka Mjúki) 1 árs og algjör dúllus. Ég notaði MM málningu á myndina til að mála "maður" en mér fannst svo mikið af myndinni vera pallur svo að ég ákvað að hafa hluta af titlinum á henni. Sá svipað hjá einhverjum snillingnum á SB.
En já gaman að þessu og meðfram veginum, þá er Basic Grey skrappstöffs framleiðandi sem gerir ógó smart pappír og fleira til! :D

sunnudagur, 18. mars 2007

Blómlegir bakendar


Þessa síðu gerði ég í skrappliftileik Þórunnar. Þá fékk maður síðu sem einhver hafði gert eftir annarri síðu og átti ég að notast við það sem mig langaði að nota...eða skrapplifta (scraplift=stela)einhverju eða öllu. Ég skrapplifti LO-inu sem mér fannst mjög flott og hentaði vel fyrir þessar myndir. Bohemia pappírinn frá MME passaði svo alveg fullkomlega við þessar myndir af okkur Axel Elí á sundlaugarbakkanum á Spáni. Ég í blágrænu blóma bikiníi og hann í appelsínugulri sundbrók með blómum á....semsagt mjög svo Blómlegir bakendar og ber því síðan þennan titil með réttu.
Síðan er ekki svona skökk in RL en hún skannaðist bara svona bjánalega inn hjá mér.

fimmtudagur, 15. mars 2007

BOM síða


Þessa síðu gerði ég ekki alls fyrir löngu. Ég er með í BOM verkefni á Skrapplistanum. BOM stendur fyrir Book Of Me og því er ég að skrappa um mig. Það er virkilega skemmtilegt að skrappa um mig svona til tilbreytingar en hingað til hef ég að mestu skrappað um fallegu gaurana mína og jú eina síðu um kisurnar sem við áttum.
Okkur er sett fyrir nokkur verkefni í hverjum mánuði sem við þurfum að skrappa og sýna. Síðan hér er t.d. fæðingarsíðan um mig. Þarna eru myndir af mér nýfæddri og mömmu og pabba svo ungum og sætum...en þau eru nú alltaf sæt! Ég er svo að vonast eftir að mamma hafi tíma til að líta uppúr námsbókunum og skrá fæðingarsöguna mína sem ég ætla að hafa þarna undir myndinni af mér í vöggunni. Ég er alveg þokkalega ánægð með þessa síðu svona ykkur að segja! :D

miðvikudagur, 14. mars 2007

Hví Blogg?

Hádí! Hér ætla ég að blogga um skrappið mitt svona eins og sönnum og kúl skrappara sæmir! Hún Þórunn yfirkennari og skrappstýra er einskonar trendsetter í skrappheimum og maður verður að feta í hennar fótspor ef maður ætlar að vera inn og því starta ég svona bloggi....um að gera að næla sér í nokkur kúlstig þar! Þá verð ég komin í hópi snillinga eins og Barböru og Þórunnar. Er það ekki þannig að þar sem 2 eða fleiri koma saman þar er HÓPUR? Hohoho....
Vonandi vita líka allir hver kom fríkí MUNSTURSKÆRUNUM á top 10 lista yfir MÖST have skrappstöff fyrr í vetur!!!??? (sem jafnvel Ba***** megaskvís og skrappfrömuður hefur fest kaup á...eða svo segir víst sagan!). Skrappdót sem enginn vildi kannast við að eiga eða var gleymt á botni skrappkistla fyrir svo stuttu síðan en er nú í heiðurssætum í Lötufötum skrappmeistaranna! Þökk sé Þórunni og já Steinu því hún á flottustu munsturskærin eða átti...þau eru kannski uppseld núna enda kúl með meiru!
Ójá nú er ég sko orðin ofursvöl Þotuskvís!