mánudagur, 2. júní 2008

ScrapSurvivor 4.umferð






Óboj, þetta var engin smá áskorun á okkur. Við áttum semsagt að hanna skissu fyrir síðu og kort. Skissan fyrir síðuna þurfti að gera ráð fyrir 3 myndum, dúttli og blómum en kortaskissan átti að hafa 3 pappírslög. Síðan áttum við að skrappa síðu og kort eftir þessum skissum okkar og kortið varð að hafa fjólubláan eða appelsínugulan ráðandi lit.

ScrapSurvivor 3. umferð


Hér áttum við að skrappa mynd sem við myndum venjulega ekki skrappa og síðan varð að vera hringlaga og við áttum að styðjast við skissu. Við áttu líka að nota hvíta málningu og 3 eða fleiri tegundir af borðum.

ScrapSurvivor 2.umferð



þetta er síðan í 2. umferð og þar átti að nota eitthvað "ekki skrappdót" á síðuna. Ég fann einhvern fjólubláan dúsk sem ég klippti til og notaði sem búk á fiðrildið. Svo áttum við að nota elsta og ljótasta pappírinn okkar. Ég átti nú engan ljótan en þessi fjólublái var allavega sá elsti.