þriðjudagur, 26. júní 2007

Ný síða


Mér tókst loks að ljúka við þessa síðu sem ég er búin að vera að dúllast í síðan á laugardaginn. Ég var við það að gefast upp á henni því ég var alltaf svo óánægð með hana. En hún verður bara svona. Ég var að prófa SU pearl ex duftið mitt í fyrsta sinn á síðu. Þetta kemur mjög flott út live en glansinn á bronsinu í titlinum og stimplaða dótinu skilar sér auðvitað ekki í gegnum skannann.

Myndin er af sólar-hnuss-svipunum hans Mikaels á Tenerife. Hann setti upp þennan svip í hvert sinn sem við fórum út í sólina. Hann var ekkert of hrifinn af öllu þessu sólskini og vildi helst vera í skugga. Hann semsagt hnussaði bara yfir þessu öllu saman! ;)

sunnudagur, 3. júní 2007

Þú


Síða um hann Mjúka minn og allt það sem hann er mér og hvernig hann kemur mér fyrir sjónir. Pappírinn er líka frá Dream street og heitir þessi lína Bella Donna. Ég klippti út svarta munstrið og kassa úr miðjunni á því fyrir myndina. Svo notaði ég Bazzil bling blossoms í hornin og fullt af blingsteinum. Ég átti svo mikið af kóngabláum steinum að ég taldi það tilvalið að spreða þeim í þessa síðu.

laugardagur, 2. júní 2007

Ný síða



með nýjum blómum og nýjum pappír. Pappírinn er frá Dream street og mér fannst hann frekar cool og smart. Kannski er þetta einhver gamall og úrtísku pappír en fyrir mér er hann alveg nýr því ég hef aldrei séð síður úr þessum pappír og það er svolítið gaman að vera að nota eitthvað sem allir hinir eru ekki að nota....skil jú mí. ;)


Blómin eru líka ný, Prima press N petals þessi embossuðu og hin sem eru úr munstraða pappírnum man ég ekki hvað heita. Ég notaðist við skissuna mína en sleppti þó journal-boxinu og blúndunni en bætti öðru inn í staðinn. Rammann utanum dagsetninguna fiffaði ég aðeins til því hann var svo skjannahvítur og glansandi. Ég byrjaði á að pússa hann með sandpappír og litaði svo með ólívugrænu SU bleki. Svo er ég að reyna að ganga aðeins á borðabirgðirnar og nota því borða ansi mikið þessa dagana! ;)

En hér er mynd af þessu pappírssetti.