sunnudagur, 25. mars 2007

BG galleríið


Jeij! Basic Grey galleríið samþykkti þessa síðu frá mér og birti hana í galleríinu. Ég er því aftur komin á skrá þar sem hönnuður...úlala...eitthvað svo pró að vera titluð designer!
Þessa síðu gerði ég eftir geggjaðri síðu sem Frú Barbara hin fagra gerði. Þarna koma við sögu nokkur af þeim nöfnum sem við höfum notað á hann Mjúka Axel Elí. En þetta er ekki tæmandi listi enda hefur sætilíusinn þurft að þola alls kyns mis gáfuleg og falleg gælunöfn. Mjúki er samt það sætasta og mest notaða og oft gleymi ég mér og kalla hann Mjúka enn í dag...hehe verður ekki vinsælt þegar hann eldist ef ég stend á tröppunum og kalla "Mjúki, Mjúki minn....það er kominn matur....komdu inn MJÚKI!".
Á myndinni er Axel Elí (fjúff...var næstum búin að pikka Mjúki) 1 árs og algjör dúllus. Ég notaði MM málningu á myndina til að mála "maður" en mér fannst svo mikið af myndinni vera pallur svo að ég ákvað að hafa hluta af titlinum á henni. Sá svipað hjá einhverjum snillingnum á SB.
En já gaman að þessu og meðfram veginum, þá er Basic Grey skrappstöffs framleiðandi sem gerir ógó smart pappír og fleira til! :D

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh hann er sætastur og "he is my Lobster, always"

RebZ móða

Þórunn sagði...

Þetta er æðisleg síða hjá þér og klikkað flott að mála á myndina!!! ég sem hélt að þú hefðir gert þetta í photoshop!!

Barbara Hafey. sagði...

Hún er BARA æðisleg hjá þér :)
Þúrt svo klár!
Alveg frá byrjun ertu búin að vera ótrúlega klár! Annað er lúðinn ég sem notaði grenipappír og jolees límmiða á fyrstu síðuna ;) heheee..

hannakj sagði...

Þessi er klikkuð flott!! Svo sniðugt að mála titillinn á myndina, held að ég hafi séð sama síðu og þú. vá hvað Mjúki þinn hefur átt mörg gælunöfn. hehe, dúllan.

Til að svara þér varðandi 'dvergar' síðuna mína.
Ég notaði AL flourish clear stamps og hvítt pigment ink frá Stamping Up

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með titilinn - hann fer þér rosalega vel. Síðan er líka svo frábær

kv Una D

Unknown sagði...

Þessi er bara flott Magga :)

svo sætur hann Mjúki þinn.

Nafnlaus sagði...

rosalega flott síða hjá þér

annars er eg búin að krækjaí þig ;Þ

Nafnlaus sagði...

Æði bara og sætur strákur :) Mér finnst rosa flott að mála svona á myndina svo pallurinn dragi ekki athyglina frá stráknum.

hannakj sagði...

Heyrðu, ég var að sjá síðu eftir þig með Alex manninn þinn í BG gallery blaðsíðu 5. til lukku :D

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með síðuna á BG gallerýinu.. æðisleg síða og flott hvernig þú málar stafina
Kv. Króna

Svana Valería sagði...

æðisleg þessi síða hjá þér og hann er svo sætur hann mjúki

Barbara Hafey. sagði...

jæja mjúka mús... koma svo..og...blogga :)

hannakj sagði...

kominn tími fyrir nýtt blogg.

Signý Björk sagði...

Vá hún er æðisleg...

Gogo sagði...

Vá þessi er æðileg hjá þér :)

Sonja sagði...

æðislega síða hjá þér... eins og allar sem þú gerir ;)

Barbara Hafey. sagði...

*geisp* nýja færslu takk :)
Með nýju síðunni sem þú gerðir um daginn ;)

MagZ Mjuka sagði...

Barbs, ég gleymdi að taka mynd og skanna þá síðu og hún er eigi lengur hér í mínum húsum.