sunnudagur, 18. mars 2007

Blómlegir bakendar


Þessa síðu gerði ég í skrappliftileik Þórunnar. Þá fékk maður síðu sem einhver hafði gert eftir annarri síðu og átti ég að notast við það sem mig langaði að nota...eða skrapplifta (scraplift=stela)einhverju eða öllu. Ég skrapplifti LO-inu sem mér fannst mjög flott og hentaði vel fyrir þessar myndir. Bohemia pappírinn frá MME passaði svo alveg fullkomlega við þessar myndir af okkur Axel Elí á sundlaugarbakkanum á Spáni. Ég í blágrænu blóma bikiníi og hann í appelsínugulri sundbrók með blómum á....semsagt mjög svo Blómlegir bakendar og ber því síðan þennan titil með réttu.
Síðan er ekki svona skökk in RL en hún skannaðist bara svona bjánalega inn hjá mér.

5 ummæli:

Signý Björk sagði...

Vá hún er æði þessi...Flottir bakhlutar...

Þórunn sagði...

æðisleg síða! fullkominn pappír fyrir þessar myndir!

hannakj sagði...

Þessi er geðveikt!!!! Ein af flottustu síður sem voru í leikinn. Btw, auðvitað máttu linka mér hjá þér ;)

Barbara Hafey. sagði...

Æðisleg!
Man eftir að hafa séð þessa mynd á heimasíðunni hans Mjúka og kolfallið fyrir henni :D
Svo litrík og flott!

Bryndís H. sagði...

Jæja, þá get ég loksins kommentað hjá þér :) Mér finnst þessi síða alveg æðisleg hjá þér, vel valinn pp og flott LO.

Mér finnst einmitt svo persónulegt að hafa svona skrappblogg og geta skrifað meira um síðurnar sínar og fá komment :)