sunnudagur, 20. maí 2007

Áskorunin mín


Það skrappar bara á mér hver tuskan þessa dagana! :D

Ég lauk við eina síðu í gærkvöldi sem ég skrappaði á innan við klukkutíma og tel ég það met miðað við minn skrapphraða. En það er nú reyndar ástæða fyrir því hversu fljótt þessi tók af. Ég setti mér nefnilega skilyrði og skoraði á sjálfa mig að skrappa eina síðu í snarheitum. Skilyrðin voru að nota einhverja af þeim mýmörgu útprentuðu og óskröppuðu myndum sem lágu út um allt borð, nota pappírs afganga sem voru (og eru enn) á víð og dreif um skrappherbergið mitt og safna ryki, engin stór blóm, engir dúddl stimplar og alls ekki að nota hring colouzzel mótið mitt. Enda má sjá ef skrollað er niður að flestar mínar nýjustu síður innihalda þetta þrennt sem ég setti á bannlistann. ;)

Nú þetta er svo afraksturinn, Daisy D´s afgangar síðan um jólin, Bazzil bling í grunn, svarta scalloped dótið klippti ég út úr einhverju þunnildis blaði sem var í plöstunum í albúmunum sem ég keypti um daginn. Dúllan (veit ekki hvað þetta heitir) sem er undir myndinni var RAK frá Hönnukj og enn og aftur kemur the RAK to the rescue! :D

Charmin og jólatrjáa bradsin eru frá Barbí og ég litaði þau með hvítu og bláu bleki og raspaði aðeins yfir með þjöl. Ramminn er svo BG og aðeins litaður með bláu bleki. Blingbradsið sem Axel Elí virðist halda á er sett þar til að covera mandarínu sem var alveg eins og álfur út úr hól á síðunni svona skær appelsínugul! LOL! :D
Ok sá sem nennti að lesa þetta allt er hetja! ;)

10 ummæli:

stína fína sagði...

vá alveg geggjuð síða :O)

Þórunn sagði...

Flott síða!! Það er svo sniðugt að setja svona áskoranir á sjálfn sig - bara til að brjóta upp munstrið sem maður er í ;-)

Nafnlaus sagði...

Geggjuð eins og aðrar sem þú gerir:O)

Helga sagði...

vá flott ! dúllan kemur flott út :)

Nafnlaus sagði...

Geggjuð síða.

Mér finnst svo gaman að þegar það er sett svona nákvæm lýsing á því sem notað er, getur líka hjálpað manni. Ég las sem sagt allt :D

Flott að setja svona áskorun á sjálfa sig.

Unknown sagði...

bara flott, finnst litirnir í henni flottir :)

hannakj sagði...

vá ógó flott og kúl áskorun á þig sjálfa. þetta 'dúllan' er svona motta fyrir smákökur, kaffi sem fæst hjá Rekstrarvörur uppá Höfða. Það fæst á allskona stærðir upp til risastóran stærðir.

Signý Björk sagði...

Váááá...Hún er æði...

Nafnlaus sagði...

Æðislega flott síða eins og allar hjá þér :)

Gogo sagði...

Vá æðislega flott hjá þér :)


Og ég er hetja ég las þetta allt!