laugardagur, 5. maí 2007

Bleikur banner

Nú þar sem trendsetterinn minn setti inn nýjan og sérhannaðan banner á bloggið sitt þá varð mín að gera slíkt hið sama. Ég er nú samt langt því frá klár í PS og þessi bleiki blómabanner eiginlega það besta sem ég gat framkallað að sinni. En ég er bara sátt við hann miðað við mína kunnáttu. Svo er hann líka svo fallega bleikur og í stíl við bleika kúrekahattinn sem ég photosjoppaði á hausinn á mér á myndinni hér fyrir ofan. Ég notaði PS bursta sem ég sótti á síðuna góðu sem Svana sæta benti mér á. Það er linkur á hana hér einhversstaðar í kommentunum. Leitið bara og þér munuð finna!
Og svo meira mont svona í lokin en síðan mín af sykurpúðanum var kosin sigursíðan í skissukeppni 2, árið 2007 á X-gnúsi, stóra skrappspjallinu. Síðan rétt marði þetta með einu atkvæði á þá sem var í öðru sæti. En sú sem gerði þá síðu á nú pínulítið í minni enda gaf hún mér þennan æðislega borða. ;) Síðan er hér aðeins neðar en hún er bara ekki sjón að sjá miðað við að horfa á hana læf og að horfa svo í tölvu. Enda skilar gullið sér bara alls ekki. Ég er voða ánægð með þessa síðu, finnst hún bara svaka Þ ó r u n n hjá mér og skammast mín ekki boffs að viðurkenna það! :D

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosaflottur nýi bannerinn, bleikur og sætur eins og þú ;-)

Unknown sagði...

Geggjaður nýi bannerinn þinn bleikur og flottur :)

Nafnlaus sagði...

Bannerinn er bara flottur hjá þér! Bleikur rúlar sko!

hannakj sagði...

bannerinn hjá þér er ógo flott!!! á eftir að prófa þessa brushes, gleymi alltaf. LOL