föstudagur, 18. maí 2007

Gullmolar


Ein síðan enn í valnum. Ég virðist vinna þetta svolítið í svona tvennum. Geri 2 síður í einu og svo ekkert í einhvern tíma, 2 kort og svo ekkert og aftur 2 síður...;)

Ég lét verða að því að skrappa þessa sætu mynd af þeim bræðrum hið snarasta. Pappírinn er BG Stella Ruby. Ótrúlega fallegur pappír en ég var eitthvað efins um að geta notað mikið af þessum nýju línum í stráka síður því mér fannst þær frekar stelpulegar. En ég hafði rangt fyrir mér þar því þær virðast allar ganga ágætlega í strákasíður. Hannakj var svo sæt að senda mér RAK og það kom inn um lúguna í hádeginu í dag, akkurat þegar ég var að vandræðast með hvaða blóm ég ætti að nota og voru þau eitthvað af skornum skammti. En það er eins og Hanna hafi vitað hvað ég var að skrappa og hvaða liti mig vantaði því þarna komu þessi bjútífúll blóm inn um lúguna hjá mér! Þúsund þakkir Hanna mín! ;)

Borðinn er úr borða pakkningu BG Hang 10.Laufblöðin eru klippt út úr pappír og límd með 3D púðum. Stafirnir eru frá Steinu og eru með glimmeri í...svo sætir. Ég notaði svo AL dúddl stimpla og grænt Cat Eye blek.

12 ummæli:

Þórunn sagði...

æðisleg síða!!!!!

Nafnlaus sagði...

váá... brilliant síða magga!!!
borðinn í hálfhring er rosalega flottur, stel því sko!
og heppin varstu að fá blóm frá hönnu akkurat á ögurstundu... hehe:)

MagZ Mjuka sagði...

Þið skvísur eru alltaf að redda síðunum mínum. Ekkert smá flott að fá svona RAK. ;)

Nafnlaus sagði...

VÁ!!!! þessi er sko geggjuð og eins myndin af strákunum:O)

Nafnlaus sagði...

Geðveik síða hjá þér Magga!! Meiriháttar :) ..strákarnir eru soddan bjútí :)

Sara sagði...

æðisleg síða hjá þér, og ekkert smá sætir molar á henni :)

stína fína sagði...

vá bara alveg geggjuð síða :O)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða.
Ég ætti kannske að kíkja á nýju BG línurnar. Finnst þær einmitt líka svo stelpulegar. En þessi pp er allavega að virka á þessa fallegu mynd af gullmolunum þínum.

Barbara Hafey. sagði...

Rosalega, algjörlega, meiriháttar, frábærlega, yndislega, stórkostlega "þórunn" síða :D

Helga sagði...

Æðisleg þessi, flott hvernig þú gerir hringinn :D

Unknown sagði...

þessi er glæsileg í alla staði, bara vá :)

hannakj sagði...

Vá ótrúlega falleg síða!! allt tónar svo vel saman! Verði þér að góðu með RAK. Frábært að ég skyldi senda þér akkuratt sem þig vantaði. Ef þig langar í fleiri svona blóm, þá fást hvíta, bláa og appelsínu hjá Odda í Borgartúni. Og blágrænu hjá Europris upp á hálsi. rétt hjá ÁTVR Heiðrún.