sunnudagur, 11. maí 2008

Sugarnellies kort



ú mæ, þarf sko að fara að gera fleiri kort með þessum dúlludúskum! Algjörar krúttmínur þessir sykurnellu stimplar. Á mynd af tveimur sem ég gerði um daginn en á sko nokkra stimpla óvígða ennþá! Fékk þessa hjá stúlkunum mínum í Scrap í Hafnarfirði (FK skrapp eins og mér er orðið svo tamt að segja). Þessi 2 gerði ég fyrir búðina og það var víst ein eldri kona að skoða þau um daginn og sagðist geta hugsað sér að borga allt að 2000 krónur fyrir svona sætt kort....(æ mér fannst þetta frekar krúttuð athugasemd hjá henni...ætti kannski að koma nafnspjöldum upp í búð og koma mér upp smá bissnissonðesæd! ;)...hnéhnéhné....)


Okí, stimplar eru áður nefndir Sugarnellies,

pappírinn er nýr frá K & Company,

borði frá AC,

allt þetta og blómin fást hjá FK skrapp.

(og þar er flott tilboð þennan mánuðinn á þessum stimplum, litum og tússlitum....bara alles til að hefja kortastimplagerðina...endilega kíkja á það!) :D



3 ummæli:

Þórunn sagði...

æðisleg kort!

Nafnlaus sagði...

Æðisleg kort og gaman að fá svona hrós eins og þetta frá konunni :-) Mér finnst það góð hugmynd að hafa nafnspjöld eða jafnvel bara selja kort í búðinni.

GuðrúnE

Svana Valería sagði...

geggjuð flott kort og ekki verra að fá sona flott komment