sunnudagur, 11. maí 2008

Kjútíbjútí SugarNellie


Ég vígði þessa sætu SykurNetlu í kvöld. Málaði með bleki og vatni og klippti út. Perlurnar og blómið "gleisaði" ég svo með SU Crystal effects. Motturnar eru skornar út og embossaðar í eldgömlu og svo til ónotuðu Sizzix vélinni minni með Nestabillities skurðogemboss formunum.

Blómið er Heidi Swapp (rauða með glimmerinu), hitt er Prima.

Borðinn er frá ScrapGoods dögunum í upphafi skrappáhugans.

Pappírinn er BG, Scarlets letter (er að reyna að eyða öllum þessum afgöngum sem eru hér um allt borð).

Takk fyrir "kíkkið".

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úú....ferlega flott!! Líka kortin hér að neðan!! Ég þarf að fara að prófa þessi nestabisjajmót mín!

Gauja sagði...

vá rosalega flott kort

Nafnlaus sagði...

Ferlega sætt, svo krúttulegur þessi stimpill.

GuðrúnE

hannakj sagði...

vá geggjað!!! svo flott kort sem þú hefur verið að gera :D

Svana Valería sagði...

geggjað þetta kort hjá þér

Hildur Ýr sagði...

Æðislegt... fíla þennan stimpil! Á alltaf eftir að panta mér þessi Nestabilities í afmælisgjöf... þarf að fara að drífa því áður en ég á næsta afmæli.
Þú gerir alltaf svo truflað flott kort :)

Unknown sagði...

Finnst þetta kort svo sætt, stimplillinn er æði :D