fimmtudagur, 11. september 2008

Ný síða, nýtt kitt, nýtt líf! :D


Suss....maður heyrir alveg "hey-greina-hnoðrana" fjúka um svæðið...búið að vera steindautt hér síðan í lok Survivor og já sama dag lok hjónabandsins :S
Þannig að Hildur Ýr...I blame you and that darn game...hehehe nei nei ALLS ekki! ;)
Ég hef nú samt skrappað eitthvað á þessum mánuðum sem liðnir eru en hef ekkert skannað inn af þeim síðum og þær flestar ef ekki allar staðsettar í Scrap.is.
Þessa síðu gerði ég í snarhasti í gær og er þetta úr nýja kittinu hjá Scrap.is. Þessi pappír er alveg ótrúlega fallegur og já allar línurnar algjört möst í safnið! ;)
Kittin tvö eru líka svo gullfalleg og án efa sniðugt að gerast áskrifandi að slíku.
Nýja, single lífið gengur ágætlega...jújú þetta hafa auðvitað verið mjög erfiðir tímar og erfitt að aðlagast þessu nýja lífi. Mín er búin að taka nokkur dramaköst a la Magga dramaqueen en það er allt að baki vona ég.
Ég sé allavega bjarta tíma framundan og er sátt við hið nýja líf sem einstæð mamma. Það er meira að segja bara mjög svo skemmtilegt!

Hugs&kisses,
Fráskilin að Vestan. :P

18 ummæli:

charlotte sagði...

both the photo and lo are adorable. I love how you brought out the blue from the photo with your blue accents on the lo!

Nafnlaus sagði...

alveg æðislega flott síða, þú átt eftir að spjara þig ein með gormunum þínum :O)

Unknown sagði...

geggjuð síða :D enn flottari life

Svana Valería sagði...

krúttídúlla þú átt eftir að rúlla sem einstæð mamma eins falleg og góð stelpa sem þú ert :)knús handa þér

síðan er svo auda mega flott að vanda

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt að heyra um skilnaðinn en þú ert mega-manneskja og ert og verður flott sem velstæð 2ja gorma mamma....

vona að við förum að sjá þig meira á listanum okkar, því ég er ekki ein um að sakna þín og verkanna þinna...

Hulda Björg sagði...

Leitt að heyra með hjónabandið skvís, en þetta er bara byrjunin á næsta skrefi í lífinu ;)

Æðisleg síða hjá þér.. langar alveg rosalega í þessi mánaðarkitt, gaman að sjá hvað er hægt að gera úr þeim!

Nafnlaus sagði...

Rosa flott síða hjá þér ...og gaman að sjá eitthvað frá þér.

Gott að heyra að allt er farið að ganga betur :) Knús handa þér!

Sara sagði...

æðisleg síða og flott kitt greinilega.

Leitt að heyra með skilnaðinn, en þú verður bara flott einstæð mamma, enda flott og dugleg með eindæmum :)

Nafnlaus sagði...

Geggjuð síða eins og allar þínar :-) Gott að þér er farið að líða betur en við konurnar erum flestar dramaqueen og veistu að það er bara gott og blessað, erum tilfinningaverur og þurfum bara aðeins að tjá okkur og fá útrás fyrir þeim. upp og niðursveiflur eru líka eðlilegar og það tekur sinn tíma að aðlagast nýju lífi, sem ég veit að verður uppfullt af tækifærum og hamingju :-)

KNÚS OG KRAM

Elísabet

Sandra sagði...

æj, knúsilús... æðisleg síðan þín... auðvitað flottari live ;)

Nafnlaus sagði...

Rosalega flott síða hjá þér!
Gangi þér vel að aðlagast hinu "nýja" lífi þínu, þú átt eftir að spjara þig vel með strákana þína, engin spurning:O)

Sonja sagði...

geggjuð síða, knús og kram á þig sæta mín þú ert búin að standa þig alveg súper vel, og um að gera að njóta lifsins eins vel og hægt er með litlu bjútígaurunum þinum

kv Sonja

hulda beib sagði...

Æðisleg síða Magga mín, as usual. Með dramaköst ala dramqueen þá bara leyfa sér þau.... stundum er bara svo gott að vera tilfinningarík og í tómu tjóni!! You go girl... hittumst bráðum ;)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða, þú virðist aldrei detta úr skrappformi :)
Þú átt eftir að spjara þig vel með gaurunum þínum.

Drifa sagði...

geggjuð síða, enda ekki von á öðru frá þér.

þú átt án efa eftir að sópa þessu upp að vera ein með strákana... annars eins mikið bjútý sem þú ert þá verður þú nú ekki lengi ein...

Thelma sagði...

alveg æðisleg síða, var einmitt búin að dást að henni uppi í Fjarðarskrapp :-)

Svo áttu alveg eftir að spjara þig með gaurunum, svo sterk og dugleg kona hér á ferð :-)

Nafnlaus sagði...

Hi!
I found your page today!
Your work is sooo beautiful!

/Marie

Kamilla sagði...

OMG i just adore what u create!!
But i dont understand a word u write, but i enjoy it anyway ;)
But if u came to my blog i would figure that u dont understand what i write :D
christmasHugs from Swden