miðvikudagur, 3. október 2007

Ammælis skvís

Jæja maður eldist víst með ári hverju og í tilefni 25 ára (hohoho) afmælis míns á morgun þá hefur ein Expression Krybba verið pöntuð ásamt 5 hylkjum og meðlæti...híhíhí hvað ég hlakka til að leika mér með þetta dót! Vonandi að þetta komi sem fyrst og að tollurinn sitji svo ekki á þessu eins og ormur á gulli og sendi ekki út neinar tilkynningar eða neitt. Jamm sumir með strax veikina hafa víst átt eitt stk. Krybbu í tollinum síðan 13.sept. og ekki enn fengið tilkynningu! Sú komst af þessu af rælni með að forvitnast smá og hringja í liðið! Urradann, svona vinnubrögð eru sko straxveikum skrappkonum EKKI að skapi!
En ég skrappaði nokkur kort í gær þannig að ég er að verða skuldlaus í kortaklúbbnum og get farið að öðlast innri frið og hætt að fá martraðir með Svönu brjálaða að skamma mig....:D
Nei, nei...ég er bara að djóka Svana mín...en ég er samt búin að sefa samviskuna! :D
Skelli kannski myndum af kortunum síðar þ.e. ef ég nenni að skanna þau.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Til hamingju með daginn sæta :9 megi dagur vera skemmtilegur og viðburðar mikill.

Knús

kv. Begga

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn og mundu það svo framvegis að það er best að hafa Svönu góða...hehehe

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn :Þ

Barbara Hafey. sagði...

Enn og aftur til hamingju með daginn ;) Já fokkans tollurinn! Við skulum bara ekkert ræða það mál neitt :D heheee... Vélin var ekki nema 6 daga á leiðinni á klakann og stökk í mánuð hjá fríkí tollinum ;) hehee.. en ég er ekki enn farin að sækja hana! Hvað segir það um mig?????? ;) hnéhnéhnééé... Nú einihá! Þá er ég komin fram í DES með kort í kortaklúbbnum ;) Ætla að senda öll Nóv kortin a.s.a.p. Svönu vegna :D Hún er sko ekki í öfundsverðu hlutverki með að stjórna þessum "leik".... :/

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur til hamingju með afmælið, og til lukku með nýja gripinn...