miðvikudagur, 25. apríl 2007

Yndið mitt yngsta


Jæja ég small í smá skrappgír í kvöld og gerði þessa síðu. Ég hafði reyndar hugsað mér að skrappa með nýja og sjúklega flotta pappírnum sem ég fékk í FK skrapp hjá henni Söndru í dag en þessi fallegi K & Company pappír passaði bara svo trubbl vel við þessa mynd af Mikael sætalíusi þannig að það var nú ekki hjá því komist að brúka hann þennan! ;)

Ég var endalaust að vesenast með titil á þessa síðu en svo fannst mér þetta passa svo vel við enda er hann Mikael yndið mitt yngsta. Lagið er líka svo fallegt að ég varð að koma því þarna að en breytti einu orði í því....hehehe enda passaði ekkert að hafa Hlín þarna! Eins og sönnum skrappara sæmir þá notaði ég eina af gullfallegu skissunum hennar Beggu Húna. Begga er án efa með þeim betri í skissuhönnunum og má finna nokkrar æðislegar skissur á blogginu hennar sem ég linka á hér til hliðar. Wellos, gellos nú er kominn tími á fiðrið. Adios!

23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þessi er geðveik hún er svo flott
Kveðja Bogga

Sandra sagði...

Ohh... æææðisleg! Blingið, blómið, dútlið, jömm... algjört konfekt! Svo er pappírinn alltaf jafn fallegur :)

Unknown sagði...

Vá þessi er geggjuð, flottur pp og Mikael er líka alvegt krútt.

Nafnlaus sagði...

Mjög flott síða og pappírinn flottur. Kv. Guðný Zíta

Svana Valería sagði...

þúrt alveg brill !!! þessi síða er drop dead æðisleg ,myndin og pp smella svo vel saman

hvaða pp er þetta ,ég er alltaf að leita að flottum sona bláum pp en virðist ekki finna neitt sem ég fíla

MagZ Mjuka sagði...

Takk sætu spætur!

Svana þetta er K&Company og línan heitir Addison. Þetta er svona pappírsblokk, speciality papers og bara truflað flottur. Glimmerarkir, glansarkir, upphleyptar og virkilega flottir litir. Pappírinn er með mismunandi munstri og lit að framan og aftan.

Barbara Hafey. sagði...

ótrúlega flott!!!

Nafnlaus sagði...

Trufluð flott síða. Frábært hvernig litirnir og myndin smell passa saman. og pp hann er bara VÁ.

kv. Króna

Gíslína sagði...

Þessi er sko flott, bara æðisleg, pappírinn er alveg meiri háttar flottur og strákurinn ennþá fallegri :-)

Nafnlaus sagði...

Hrikalega flott þessi!! ...og sætur strákur :)

Þórunn sagði...

þessi er nú bara trufl flott!!!

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síðan þín. Til hamingju að hafa verið valin sem síða þriðjudagsins.

Signý Björk sagði...

Hún er æðisleg þessi...Éeg er ánægð að fleiri en ég fíla Ko company..Ég saknaði þín í gærkvöldi..Og í morgun..

hannakj sagði...

Vá geggjuð síða!! svo flottur pp og blómin!

Unknown sagði...

Æðisleg þessi síða :) Svoooooo flottur pp. Allt svo flott.

Nafnlaus sagði...

Jæja, Mikki refur hræddi mig ;) Svo ég ákvað að skilja eftir smá kveðju.. er allt of löt við það. Þetta er rosalega falleg síða... og síðan fyrir neðan líka. Rosalega flott að nota perlurnar í blómin :)

Unknown sagði...

Þessi er bara flott, passar allt svo vel saman :)

þessi lína er geggjuð, þú hefur gert er það ekki tvær aðra úr þessari línu? endilega sína þær líka :)

MagZ Mjuka sagði...

Jú einmitt Begga! Best að bæta þeim inná líka. ;)

Barbara Hafey. sagði...

Hey ég var svo lasin þegar ég kommentaði að ég gleymdi að setj ainn það sem ég ætlaði að segja ;)
En ég á systir sem heitir Jóna og hún elskaði þetta lag og þegar hún eignaðist elstu stelpuna sína þá skírði hún hana Sólrúnu Ósk ;)

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega falleg síða og ógó flottur PP :)
Kv Sonja scrapppía ;)

Nafnlaus sagði...

Þessi síða er bara æðisleg.

titilinn rosalega flottur við myndina

Nafnlaus sagði...

þetta var semsagt ég, ýtti of fljótt á enter

kv. ellen

Thelma sagði...

alveg geggjuð síða :-)