

Jæja hér er mitt framlag í "enginn pappír, ekkert lím og engin mynd" áskoruninni.
Ég notaði glært box utan af Fancy Pants felti og setti þennan litla galla þar í . Festi hann niður með brads en stakk samt ekki í gegnum hann því ég tímdi því ekki. Setti líka rubon inn í kassann og blóm sem og armbönd strákanna af spítalanum.
Klukkurnar utan á eru svo með með klukkuvísa sem sýna fæðingartíma þeirra. Setti smá pearlex á þær til að breyta litnum.
Allt er svo fest með brads. :)
P.s. Myndin af þeim bræðrum með verkefnið var tekin í morgun. Þeir voru voða spenntir að skoða þetta og Axel Elí var nú viss um að að Mikael Elí kæmist alveg í þennan galla ennþá! LOL