
Jeij! Basic Grey galleríið samþykkti þessa síðu frá mér og birti hana í galleríinu. Ég er því aftur komin á skrá þar sem hönnuður...úlala...eitthvað svo pró að vera titluð designer!
Þessa síðu gerði ég eftir geggjaðri síðu sem Frú Barbara hin fagra gerði. Þarna koma við sögu nokkur af þeim nöfnum sem við höfum notað á hann Mjúka Axel Elí. En þetta er ekki tæmandi listi enda hefur sætilíusinn þurft að þola alls kyns mis gáfuleg og falleg gælunöfn. Mjúki er samt það sætasta og mest notaða og oft gleymi ég mér og kalla hann Mjúka enn í dag...hehe verður ekki vinsælt þegar hann eldist ef ég stend á tröppunum og kalla "Mjúki, Mjúki minn....það er kominn matur....komdu inn MJÚKI!".
Á myndinni er Axel Elí (fjúff...var næstum búin að pikka Mjúki) 1 árs og algjör dúllus. Ég notaði MM málningu á myndina til að mála "maður" en mér fannst svo mikið af myndinni vera pallur svo að ég ákvað að hafa hluta af titlinum á henni. Sá svipað hjá einhverjum snillingnum á SB.
En já gaman að þessu og meðfram veginum, þá er Basic Grey skrappstöffs framleiðandi sem gerir ógó smart pappír og fleira til! :D