
Mér tókst loks að ljúka við þessa síðu sem ég er búin að vera að dúllast í síðan á laugardaginn. Ég var við það að gefast upp á henni því ég var alltaf svo óánægð með hana. En hún verður bara svona. Ég var að prófa SU pearl ex duftið mitt í fyrsta sinn á síðu. Þetta kemur mjög flott út live en glansinn á bronsinu í titlinum og stimplaða dótinu skilar sér auðvitað ekki í gegnum skannann.
Myndin er af sólar-hnuss-svipunum hans Mikaels á Tenerife. Hann setti upp þennan svip í hvert sinn sem við fórum út í sólina. Hann var ekkert of hrifinn af öllu þessu sólskini og vildi helst vera í skugga. Hann semsagt hnussaði bara yfir þessu öllu saman! ;)