
Myndaboxið innihélt myndir af okkur fjölskyldunni á Tenerife í tilefni 60 ára afmælis pabba. Þess vegna valdi ég frekar litríkan og sumarlegan pappír...fannst það hæfa svona sólar
og strandar myndum best.

Glöggir menn reka augun eflaust í Schumacher nokkurn á einni myndinni...að gera sér dælt við mína fögru systur.... ;)
Þó svo að það hefði kætt hann afa minn meir en nokkuð annað að fá Michael Schumacher sem tengdasonarson þá var það því miður eigi svo gott. Henni Rebz systur fannst hún eitthvað svo útundan þar sem ég var búin að gera svona paramyndir með hjörtum og tilheyrandi af mér og Sel, mor og far og svo Elí bró og Hrefnu sætu hans. Þannig að við fundum eitt stykki
sómasamlegan karlmann sem fengi auðveldlega inni í fjölskyldunni og photoshoppuðum hann með Rebz systur. Afa brá nokkuð í brún að sjá þarna uppáhalds Formulu kallinn sinn á mynd með barnabarninu....en gerði sér samt fljótt grein fyrir gríninu! :D

7 ummæli:
Argggg... hahahaa... stutt í húmorinn greinilega ;) En hvaða pp er þetta? Ég er ekki að sjá þetta nógu vel ;)
og já... þetta er TRUBBLAÐ flott :D
vá þetta box er æði ,fíla þessa liti saman !!!
já pappírinn er semsagt French twist frá Autumn Leaves og svo blágrænn Bazzill.
Æðislegt box og ekki amalegur tengdasonur, ja allavega tókst mér ekki að krækja í hann... þá gott að hann fékk einhverja góða í staðinn.
þarf að kíkja á autumn leaves klikk pp frá þeim
geggjað flott myndabox og sniðugur djókurinn hihi :)
Flott myndabox hjá þér :)
Skrifa ummæli