laugardagur, 12. júlí 2008

Einu sinni var....(lokaskrapp í Sörvævor)




Jæja hér er mitt framlag í "enginn pappír, ekkert lím og engin mynd" áskoruninni.

Ég notaði glært box utan af Fancy Pants felti og setti þennan litla galla þar í . Festi hann niður með brads en stakk samt ekki í gegnum hann því ég tímdi því ekki. Setti líka rubon inn í kassann og blóm sem og armbönd strákanna af spítalanum.
Klukkurnar utan á eru svo með með klukkuvísa sem sýna fæðingartíma þeirra. Setti smá pearlex á þær til að breyta litnum.
Allt er svo fest með brads. :)


P.s. Myndin af þeim bræðrum með verkefnið var tekin í morgun. Þeir voru voða spenntir að skoða þetta og Axel Elí var nú viss um að að Mikael Elí kæmist alveg í þennan galla ennþá! LOL

3 ummæli:

Unknown sagði...

OMG... ÞEtta er svo flott hjá þér :) Var líka gaman að fylgjast með þegar þú varst að púsla þessu saman :)

ALgjör snillingur :D

Svana Valería sagði...

þetta er það flottasta sem þú hefur gert til þessa !!!!!

Nafnlaus sagði...

þetta er bara ein flottasta síða sem ég hef séð... ég er bara orðlaus yfir hugmyndinni... þú ert náttla bara snillingur veistu það :)
kv Heiðrún