sunnudagur, 24. febrúar 2008

Jólakortamyndin ´07 taka 100 or som!


Það var ekki leikur einn að ná almennilegri mynd af þeim bræðrum fyrir jólakortið síðasta. Það voru gerðar nokkrar tilraunir og það reyndist ómögulegt að ná þeim báðum almennilegum. Ýmist var annar með skeifu eða farinn út úr mynd þegar smellt var af eða með fullan munn af mjólk eins og Mikael er hér. Tilraunirnar enduðu því flestar fljótt og foreldrarnir orðnir kófsveittir á að reyna að halda báðum gaurunum í mynd og með jólahúfurnar á hausnum! :D

Þessi mynd er úr töku hundrað eða eitthvað og mér fannst þessi mynd svo fyndin. Einn í fýlu og hinn að súpa! ;)
Pappírinn hér er jólalína MME og enn og aftur flippa ég út á að tæta brúnirnar. Litlu blómin eru Prima jólakúlublómin sem og laufblöðin en stóra feltblómið fékk ég hjá Sesselju og var það skærgult á lit og mjög óskrappvænt að mínu mati. Það fékk því veglega yfirhalningu...var litað með blautu kalki í grænum og dröppuðum tónum og svo smá dash af brúnu bleki hér og þar. Síðan var því skellt í jólabúning með því að setja gyllt glimmerlím á það.
Ég dúddlaði svo í kringum hringinn með gullpenna og í kringum stafina og á þá.

3 ummæli:

Svana Valería sagði...

hehe kannast við sona myndartökumóment :) en síðan er æði og myndin krúttuð

Barbara Hafey. sagði...

Þessi síða er ekki síðri en þessi erfri! Sjúklega flott!!

Jennifer Buck sagði...

This is stunning! Very beautiful! :)