mánudagur, 24. mars 2008

"Út fyrir rammann" áskorun


Hmmm þurfti aðeins að pæla í því hvernig ég færi út fyrir rammann minn því mér finnst ég hafa farið vítt og breytt um skrappheiminn og prófað ýmsar tegundir af hinu og þessu.... ;)

En komst svo að þeirri niðurstöðu eftir smá hugs að ég hafði þó aldrei gert svona hyper skærlita síðu á svörtum grunni eins og maður sér af og til á scrapbook.com.
Þannig að það var dreginn fram svartur Bazzill og þessar ööööörfáu skærlitu arkir sem ég á í fórum mínum í dag.
Svo mundi ég eftir "netinu" frá Glitz design sem ég skildi ekki af hverju ég hafði pantað mér hér "í den" og hélt að myndi nú bara gleymast lengst inni í skáp! Það kom svo bara voða cool út eftir allt saman! ;)

Annað sem mér finnst utan míns þæginda ramma er glimmer...Yes fáránlegt því ég er sko algjör glimmergella og á glimmer í bunkum og öllum litum og hef heillast af öllu glitrandi og glansandi frá unga aldri. Málið er bara að skrappa með glimmer er svo úber messí að ég meika það ekki svona "dagsdaglega"....hreinlega nenni ekki þessu veseni! En núna var um að gera að fara aðeins út fyrir þetta "dagsdaglega" og vera smá "nennin"...ég meira að segja klæddi CB sem er líka eitt sem ég þoli ekki að gera. (en ok það var audda smá svindl því ég átti pönns sem passaði við CB og pönnsaði þetta bara út fyrir minns! hohoho)


Ok notaðir hlutir eru:
Bazzill grunnpappír
FP munsturpappír
AL skrautpappír
AC glimmer thickers
MM límmiðastafir og blóm fyrir glimmer
Doodlebug Sugar coating glimmer
AL tölur
BG tölur
SU scalloped pönns og CB
Glitz design "net"
borða úr haugnum mínum.

8 ummæli:

Hildur Ýr sagði...

Mér finnst hún bara æðisleg :) Skemmtileg mynd og flottir litir!

Barbara Hafey. sagði...

Ó men hvað þinns er búinn að vera duglegur um páskana :D
Frábærar síður allar saman!

Gauja sagði...

vvvóóó þessi síða er bara geðveik. Rosalega flott :-)

Sara sagði...

þessi er geggjuð hjá þér :)

Unknown sagði...

Mér finnst þessi bara æði hjá þér :)

Nafnlaus sagði...

Helt underbar layout!

This layout is totally awesome! Great work!

/Pernilla

Nafnlaus sagði...

Whouaaaa you are fantastic !
I like your work.
I don't speack very well english ! but please continue your blog with the sketchs
Big kisss from france

Hulda Pollock sagði...

Kíktu hér
http://stampingwithhulda.blogspot.com/2008/04/arte-y-pico-awards.html

;)