laugardagur, 29. september 2007

Og enn var skrappað



Einu sinni byrjað þú getur ekki hætt! ;)


Það viriðst allavega eiga vel við núna! Ég skellti í þessa í gær. Opnaði loksins Fruitcake, BG pakkann minn sem ég er búin að horfa á í ár eða svo. Myndirnar eru líka ársgamlar og búnar að liggja á borðinu hjá mér síðan eftir Skálholtsferðina í janúar.


Maður kemst bara í smá jólafílíng að skrappa svona jólamyndir! :D

Tölurnar eru svo áfram FP og blómin frá Prima.

föstudagur, 28. september 2007

Vúhú!

Begga skrappdís skoraði á mig að skrappa a.m.k. 2 síður á VIKU fram að áramótum...nú ég hef ekkert verið of afkastamikil undanfarið...að Skálholts-skrappflæðinu undanskildu...þannig að mér fannst 2 á viku insane! (úúú nú fer minns að raula..."insane in the membrane. Insane in the brain....insane in the membrane...insane in the brain!")


Anywho ég tók hana svona líka á orðinu og fór að skrappa, eineygð, eftir miðnætti síðustu nótt og gerði eina síðu í hendingskasti. Gerði svo aðra í dag á milli þess sem ég lá með augnleppinn minn og síklalyfjamaukið í auganu og slakaði á.



Sweet pea síðan er í "Alveg blómlegt" áskorun hennar Erlu Perlu....hens perlublómið! ;)
Þetta er FP pappír og rub ons og bling flugur og steinar.


Meiddi sig síðan er líka FP allt eiginlega...nema rub on stafirnir. Axel Elí segir alltaf "ég meiddi Sig" en ekki Mig. :D





p.s. Sá sem er fyrstur að skrifa hver söng insane in the brain lagið fær smá RAK frá mér! :D



sunnudagur, 23. september 2007

Skrímillinn minn


Ég skellti í þessa í gær á meðan ég sötraði ískaldan bjór og las umræður á netinu þar sem viðmælendur voru ýmist að sulla í bjór, víni eða Mojito... ;)

Síðan leit mun betur út í gær enda búin með 2 bjóra...hehe og allt eitthvað svo cool! ;)

En ég er alveg sátt við hana þannig séð og gaman að þessu filti. Það er bara svo ótrúlega mikið í pakkanum að ég held ég muni aldrei geta klárað það allt! :D

Anyway hér er síða með mynd af Mikael mínum...a.k.a. Skrímill enda hávaðasamur með meiru og skapstór!

föstudagur, 21. september 2007

Fleiri Skálholtssíður




Núna koma 2 síður þar sem ég gleymdi að setja inn síðu í gær. Þessar eru báðar úr Peripheri pappírnum. Glæru stóru tölurnar eru úr FK skrapp og sá ég þær fyrst á síðu eftir Söndru kláru og varð að prófa. Ógó ánægð með þær! :D

miðvikudagur, 19. september 2007

Sííííííííís! :D


Jæja loksins koma síður úr geggjaða, æðislega, sjúklega, meiriháttar Peripheri pappírnum frá BG. Þessi pappír er sá flottasti frá BG hingað til....og strákamömmur geta tekið gleði sína á ný því það er EKKERT bleikt í þessari línu! Vúhú! :D Línurnar hafa verið frekar stelpumiðaðar undanfarið finnst mér.

Mikael er að venju skítugur í framan enda mathákur mikill og nælir sér í bita hjá hverjum þeim sem lumar á einhverju ætilegu. Axel Elí setur alltaf upp þennan líka flotta svip þegar hann er í návígi við myndavél....sííííííííiíííííííís....segir hann svo.

Fjallmyndarlegur


Ok, næsta síða úr Skálholti. Þessi er líka gerð úr BG mellow. Myndin er tekin á Ísafirði í sumar og titillinn skrifaði sig bara sjálfur þegar myndin var komin á blað. Tölurnar (sem eru by the way crazy in the brainhouse flottar!!!) eru frá Fancy pants og fékk ég þær hjá þeim Fjarðarskrapps stöllum ásamt hekluðu blómunum. OMG hvað ég er skotin í þessu dóti hjá þeim. Svo er ég á leiðinni til Söndru að næla mér í filtformin í þessum litum...bara sjúklega flott dót og fullkomið fyrir komandi haustmyndir!!! :D

Aníhú...hér kemur síðan síðan...hohoho.

þriðjudagur, 18. september 2007

Mjúk apaskott


Jæja, ný síða loksins...10 árum síðar eða svo! ;)

Þessi var gerð í Skálholti. Pappírinn er hinn mjög svo fallegi Mellow frá BG og litla apaskottið í horninu komu þær Fjarðarskrappspíur með og redduðu síðunni algjörlega. Apinn er rub-on frá FP...og var örkin keypt út af þessum apa eingöngu! :D

sunnudagur, 9. september 2007

Mikael Elí eins árs


Var aðeins að leika mér í PS og vann þessa mynd smá til. Er hann ekki mikið krútt? :D